Fyrsta umferðin í Íscrossi afstaðin

Kári Jónsson leikur listir sínar

Tekið af motosport.is

Í gær, laugardaginn 29 janúar, fór fram fyrsta umferðin í íscrossi og var hún haldin á Mývatni.  Mývetningar kunna þetta alveg og þarf ekkert að fara neinum orðum um framkvæmd mótsins sem tókst í alla staði vel.  Það eina sem háði keppendum í dag að það var strekkingur sem hafði áhrif á ökumenn og féllu sumir meira að segja á ráslínu þegar verið var að stilla sér upp sökum vindhviða sem áttu til að skella á keppendum óumbeðnar.  Hátt í fjörtíu keppendur voru skráðir og ég gat ekki betur séð en flestir skemmtu sér ágætlega.  Kári var alveg með þetta í vetrardekkjaflokknum og var eiginlega aldrei ógnað í dag.  Meiri spenna var í opna flokknum þar sem „gömlu brýnin“ Toggi og Raggi áttust við um forystuna og endaði það með því að Raggi hafði þetta.  Önnur úrslit voru eftirfarandi:


85cc flokkur:

  • Adam H. Jóhannesson
  • Kristján H. Garðarsson
  • Óliver Ö. Sverrisson

Kvennaflokkur:

  • Andrea D. Kjartansdóttir
  • Signý Stefánsdóttir
  • Ásdís E. Kjartansdóttir

Unglingaflokkur:

  • Ingvi B. Birgisson
  • Ásgeir Hall
  • Ásdís E. Kjartansdóttir

Vetradekkjaflokkur:

  • Kári Jónsson
  • Daði Erlingsson
  • Sigurður Bjarnason

Opin flokkur:

  • Ragnar I. Stefánsson
  • Þorgeir Ólason
  • Steingrímur Ö. Kristjánsson

Því miður meiddist Bryndís Einarsdóttir í tímatökunni og endaði á spítala þar sem henni verkjaði mikið í öxlina.  En Bryndís varð fyrir því óhappi að „hi-sæta“ hressilega með fyrrgreindum afleðingum og óskum við henni skjótum bata.  Fleiri myndir er hægt að skoða þær með að smella hér.
Nánari úrslit eru á vef MSÍ hér

Skildu eftir svar