Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

4 hugrenningar um “Keppnisdagatal 2011”

  1. Verð að segja það fyrir mína parta að ég skil ekki þetta með að hafa fyrstu MX keppni ársins úti á landi. Hefði viljað sjá Sauðakróks keppnina lengra inn á sumarið. Þannig hefðu keppendur meiri tíma til að æfa sig brautinni og í leiðinni væri innkoma fyrir brautina sem og fyrir ferðamannaiðnaðinn á staðnum. Það er staðreynd að flestir keppendur eru af s.v horninu og líka það að flestir af keppendunum eru á skóla aldri og hafa þar af leiðandi ekki mikla möguleika á að komast til æfinga í brautinni fyrir keppni.
    Það sýndi sig í Óafsfjarðarkeppninni í fyrra að þetta er staðreynd ekki bara röfl á kanntinum.

    Mín skoðun.
    Óli Gísla

  2. Sammála síðasta ræðumanni þó svo ég sé sjálfur úr drefibýlinu. Fyrir um tveimur árum síðan hélt Akureyri fyrstu keppnina og þó svo að þeir hefðu sloppið fyrir horn vegna jarðvegsskipta o.fl. að þá sýndi það sig að það kom nánast enginn það sem eftir lifði sumars til að hjóla í brautinni fyrir norðan og tekjur af brautinni snarminnkuðu. Hefði haldið að það væri hagsmunamál þessara klúbba að fá inn tekjur og var t.d. kjaftfullt á Akureyri þrjár vikur fyrir sjálfa keppnina í fyrra. Ekki bara þar sem keppnin var í byrjun ágúst, heldur var þetta besta braut landsins og best viðhaldið.

Skildu eftir svar