
Skráning er hafin á vef MSÍ fyrir þriðju og síðustu keppnina í Íslandsmótinu í EnduroCrossi. Keppnin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og fer fram 5.febrúar klukkan 14.
Mikil spenna er fyrir keppnina þar sem fyrsti Íslandsmeistarinn í greininni verður krýndur. Kári Jónsson er með 7 stiga forystu á Daða Erlingsson en eins og menn vita geta hlutirnir snúist fljótt við í EnduroCrossinu, jafnvel á síðasta hring.
Hér er facebook síðan fyrir keppnina.