Tekið af motosport.is
Hinn ungi og bráðefnilegi ökumaður Eyþór Reynisson hefur gert saming við erlenda aðila um að taka þátt í spænska meistaramótinu í motocrossi og í EMX-2, en EMX-2 er MX2 mótaröð unglinga eins og við þekkjum hana og er þetta í raun FIM EMX-2 GP mótaröð haldin af FIM heimsambandinu og við köllum gjarnan heimsmeistaramótið. Þetta eru sjö keppnir sem fara samhliða með MX1 og MX2, þ.e. er haldinn á sama stað og á sama tíma og keppninn í MX1 og MX2 fer fram þannig að Eyþór Reynisson er að fara taka þátt í keppni fyrir framan allt að þrjátíu þúsund áhorfendum. Fyrsta mótið í FIM EMX-2 GP, sem Eyþór mun taka þátt í, fer fram í Valkenswaard í Hollandi 25 apríl. Jafnframt mun Eyþór Reynisson taka þátt í breska Red Bull mótinu, en það verða hugsanlega eingöngu tvær keppnir. Fyrir vikið mun Eyþór hugsanlega missa eitthvað af keppnum hér heima í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi. Þetta er frábær árangur hjá þessum unga ökumanni og sýnir að íslenskir ökumenn eiga möguleika á að komast að erlendis, svo framarlega ef þeir eru tilbúnir að færa þær fórnir sem þarf til þess að ná árangri með þrotlausum æfingum.
Eyþór vakti athygli í Bretlandi í fyrra þar sem hann tók þátt í keppni og var fjallað um hann í bresku motorcrossblaði, Moto Magazin, eftir þá dvöl. Eyþór fór svo alls ekki fyrir löngu til Svíans, Mattias Nilsson þar sem hann dvaldi við æfingar og í framhaldinu komst þessu samningur á sem gerir Eyþóri kleift að halda á vita ævintýranna. En Mattias Nilsson er margfaldur meistari í motocrossi, bæði í Svíþjóð og í Evrópu mótaröðinni á sínum tíma. Mattias Nilsson kom til Íslands í september á síðasta ári á vegum Jóa Kef, eða Arctic Rider eins og Jói Kef kallar það, og hélt námskeið í Sólbrekku. Þar sá Mattias Nilsson til Eyþórs og í framhaldinu fer hann út til æfinga og árangurinn af því birtist meðal annars í því að Eyþór fer að keppa í ofangreindum mótum. Þannig að það getur borgað sig að sækja námskeið með erlendum þjálfurum hér heima og hugsanlega er þetta eina tækifærið fyrir unga ökumenn hér á landi til þess að vekja á sér athygli.
Fyrir þá sem ekki vita að þá er Eyþór Reynisson núverandi Íslandsmeistari í MX2 og er einn af þessum ungu ökumönnum sem hafa verið að koma upp eftir að hafa alist upp við motocross nánast allt sitt líf. En Eyþór er sonur hjónana Reynis Jónssonar og Þorgerðar Ernudóttir og hefur keyrt fyrir Honda á Íslandi alla sína hunds og kattartíð.