Eftir nokkuð brösuga byrjun er Eyþór Reynisson kominn á skrið á Spáni þar sem hann er nú við æfingar og keppni. Hann keppti í dag á La Banesa brautinni þar sem reglulega er keppt í heimsmeistarakeppni. Keppnin í dag var ekki hluti af spænsku mótaröðinni en samt nokkuð sterkir keppendur, t.a.m. var sá sem sigraði í MX1 í dag í 6.sæti í síðustu keppni í Spænsku. Eyþór varð í 3ja sæti í dag í heildarkeppninni og sigraði í MX2.
Vefstjóri heyrði í Eyþóri rétt í þessu og hann sagði að þetta hafi verið geggjað. Gott veður, mikill hraði, stór stökk og það sé gaman að allt gangi betur og betur með hverjum deginum.
hvað er að frétta af keppendalistanum fyrir Klaustur?
Mynd af stráknum á pallinum