Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar. Verðið fyrir árið 2011 er 4.000 kr á einstakling og 8.000 fyrir fjölskylduna.
Fyrir þá sem greiða fyrir 15 mars ætlar Pukinn.com að gefa flott límmiðakitt á fram númera plötu, á límmiðann geturðu sett nafn, númer og að sjálfsögðu verður Motomos logoið líka 🙂 og einnig færðu 1 miða í Motomos brautina fyrir hvert kort. Límmiðann og miðann í brautina geturðu náð í Pukinn.com þegar félagsskírteinið kemur heim í pósti. Félagsskírteinið veitir þér afslætti hjá fjölda fyrirtækja.
Félagsgjald fyrir árið 2011 er 4.000 kr.

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili. Gjaldið fyrir fjölskyldu er 8.000 kr.
Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning 0315-13-301354,
kennitala MotoMos er 511202-3530.
Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.
Ef menn/konur vilja greiða 8.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.
Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að þú hefur greitt. Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is
Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.
ég ætla að fá árskort og félagskortið hvað er aftur verið á því og á ég bara að leggja það allt á sama reikning
Sæll Anton,
Árskortin kosta: Stór hjól 20.000 kr og Lítil hjól 10.000 kr,
Já þú mátt leggja það inn á sama reikning 🙂