MSÍ og VÍK hafa gefið út keppnisreglur fyrir TransAtlantic Off-Road Challenge (Klaustur). Fljótt á litið eru ekki miklar breytingar en vissir hlutir eru útskýrðir nánar en áður. Stærsta breytingin er án efa að „Vítið“ er orðið 10 mínútur og þriðja vítið merkir vísun úr keppni. Með þessu er gefið til kynna að hart verður tekið á svindli.
Algjör skyldulesning fyrir alla keppendur.
Það er erfitt að gagnrýna svona frábæra keppni og flott starf sem unnið er í kringum Klaustur, ábúendur, Vík, MSÍ og þeir sem koma að undirbúningi eiga stórt hrós og þakkir skilið.
Varðandi 10 mín víti þá langar mig að benda á.
Í fyrra var það regla frekar en annað að menn fóru fram hjá hliðum í mýrinni og lítið um víti.
Aftur á móti fengu menn umsvifalaust víti í „grasinu“ ef menn misstu af hliði.
Einnig voru menn duglegir að troða sér fremst, fram hjá röðinni sem myndaðist við bóluhliðið og lítið um víti.
10 min er langur tími, og ef þetta á að vera reglan verður líka að vera regla að menn tali saman um hvernig þeir dómar eiga að vera, eitt yfir alla.
Með þessu er ég ekki að skjóta á racepolice, þeir stóðu sig eins vel og hægt er.
p.s. það væri hægt að laga svindlið við bóluhliðið með því að lengja „plast“ hliðið sem leiddi menn að bóluhliðinu.