Það styttist í að skráning hefjist.
Þegar það gerist er ekki gott að komast að því að maður er ekki gjaldgengur í keppni…!
Að ýmsu er að huga og alveg nauðsynlegt að lesa eftirfarandi leiðbeiningar NÚNA!
.
.
.
.
Skráningarferli vegna Klausturs 2011
Í ár verður notast við skráningakerfi MSÍ.
Aðeins einn keppandi skráir lið sitt til leiks þar og greiðir keppnisgjald fyrir liðið, og sendir síðan upplýsingar um liðsfélaga sína (kennitölu og nafn og símanúmer/e-mail liðsstjóra) á skraning@msisport.is. Hinir liðsfélagarnir verða að prenta út þátttökuyfirlýsingu og mæta með hana útfyllta í skoðun fyrir keppni.
Skráningarferlið skiptist í tvo fasa:
1. Ef þú getur nú þegar skráð þig inn á www.msisport.is með kennitölu og leyniorði, þá getur þú farið beint í fasa nr. 2. þegar skráning opnar.
Ef ekki, þá þarftu að fara yfir skráningu þína eða nýskrá þig í iðkendakerfi ÍSÍ – www.felix.is
Þetta skaltu kanna nú þegar! (sjá nánar hér fyrir neðan)
2. Skrá lið til keppni á www.msisport.is , samþykkja og greiða þar þátttökugjald (sjá nánar hér fyrir neðan).
Muna svo að senda inn upplýsingar um liðsfélaga á skraning@msisport.is þar sem koma þarf fram nafn þess sem er skráður fyrir liðinu og síðan kennitala og nafn lliðsfélaga.
FELIX.IS
Farið fyrst á www.felix.is og loggið ykkur inn þar. Þetta geta allir gert en er í raun eingöngu nauðsynlegt fyrir þann sem skráir liðið til keppni. Ef um nýskráningu er að ræða þarf bara að fylgja leiðbeiningum á síðunni. Um leið og þú ‚loggar‘ inn kemur upp iðkendaspjaldið þitt.
Í neðri hluta iðkendaspjaldsins, er liður sem heitir „Upplýsingar um félagsaðild“. Þar verður að koma fram að þú sért félagi í einhverju aðildarfélaga MSÍ. Ef ekkert slíkt kemur fram þá þarftu að hafa samband við þitt félag og kanna með skráningu þina í félagið. Ef engin aðild er skráð á iðkendablað þitt í Felix-kerfinu þá getur þú ekki loggað þig inn á MSISPORT.is .
SKRÁNING Í KEPPNINA
Skráning í keppnina opnar kl. 22:00 þ. 10 mars n.k.
Til að skrá sig í sjálfa keppnina er farið á www.msisport.is og þar ‚loggar‘ þú þig inn með kennitölu og leyniorði (sama og er notað inn í Felix-kerfið). Gott er að vera búinn að sannreyna þetta áður en keppnisskráning opnar og nota þá tækifærið og uppfæra „Mín síða“ með t.d. réttu netfangi, hjólategund og fl.
Þegar þú hefur skráð þig inn þá ferðu í spjaldið sem heitir „MÓTASKRÁ“.
Þar færðu lista yfir keppnir og þú smellir á blýantinn hægra megin við „Klaustur 6 tímar“.
Efst til hægri velur þú réttan keppnisflokk og smellir svo á „ÁFRAM“ neðst til hægri á síðunni.
Þá birtist „Þátttökuyfirlýsing“ sem er nausynlegt fyrir þig að lesa vel. Viljir þú samþykkja hana og halda áfram þá setur þú valmerki fyrir framan „Já, ég samþykki“ og smellir svo á „ÁFRAM“.
! ATHUGIÐ að hinir liðsfélagarnir verða að prenta út þatttökuyfirlýsingu fyrir sig (sjá hér ) og mæta með hana útfyllta í skoðun fyrir keppni. !
Næst kemur greiðslusíðan upp þar sem þú klárar skráningu með því að ganga frá greiðslu með kreditkorti.
Járnkallar þurfa ekki að gera meira, en ALLIR hinir senda strax að þessu loknu upplýsingar um liðsfélaga á skraning@msisport.is. Hafið ‚subject‘: „K6 lið“ og fram þarf að koma nafn þess sem skráði liðið, símanúmer hans/e-mail og svo kennitala og nafn annarra liðsfélaga.
Klikki menn á þessu getur það orðið til þess að skráningin verði sett til hliðar. Þeir ganga fyrir sem klára allt ferlið strax.
Gangi þér vel!