Krakkanámskeið VÍK í sumar

Krakkaæfingarnar sem VÍK stóð fyrir í fyrra munu halda áfram í sumar og verða með svipuðu fyrirkomulagi. Gulli og Helgi Már halda áfram með æfingarnar og eru bæði fyrrum nemendur velkomnir sem og nýjir. Hér eru nokkrir punktar um sumarið en nánari upplýsingar koma fljótlega.

  • Æfingar eru 2x í viku fyrir báða flokka kl 18:00 – 19:30 / Mánudaga og Miðvikudaga allt sumarið
  • Verð: 30.000.- á krakka (árskort innifalið). Sama verð í báðum flokkum.
  • Æfingar byrja 6. júní.
  • Alla fimmtudaga eftir Íslandsmót í MX er krakkakeppni í Bolöldu eða Álfsnesi, þá er brautin lokuð á meðan.

Skráning hefst í næstu viku hér á motocross.is.

Skildu eftir svar