
MSÍ hefur gert samning við Magnús Þór Sveinsson um upptöku og framleiðslu á þáttum um Íslandsmótið í motocrossi sumarið 2011. Samningurinn er á svipuðum nótum og hefur verið undanfarin ár en Magnús hefur einmitt séð um þá þætti einnig. Ekki er komin endanleg tímasetning á þættina í Sjónvarpinu en líklega verða þeir á mánudagskvöldum og endursýndir um helgar.
Maggi er maðurinn….sjónvarpsmaðurinn!