
Garðar Bolaöldustjóri vinnur að því hörðum höndum að gera svæðið klárt fyrir sumarið.
ALLIR SLÓÐAR ERU LOKAÐIR ÞANGAÐ TIL ANNAÐ VERÐUR KYNNT.
Einhver skemmdarvargur hefur farið í slóðana í gær og eru djúp för eftir þann óþokka. En stutt er í að Brautirnar opna og verður það kynnt hér á síðunni, vonandi fyrir eða um helgina.
Garðar hefur verið mjög grimmur í eftirliti og tekur myndir af öllum grunsamlegum sem þvælast um svæðið án leyfis.
