Hinn mikli meistari Heiðar „Heiddi“ Jóhannesson hefði orðið 57 ára í dag. Þegar hann lést átti hann rúmlega 20 hjól en hafði ekki sýnt þau öll opinberlega. Eftir fráfall hans árið 2006 tóku vinir og vandamenn hans sig til og komu á fót safni til heiðurs honum. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2008 og er helmingur húsnæðisins nú tilbúinn. Safnið var opnað í dag og eru þar nú rúmlega 60 hjól til sýnis og enn fleiri bíða eftir að komast að því miklum fjölda hjóla hefur safninu áskotnast. Gamall draumur Heidda hefur nú ræst.
Safnið er staðsett í heimabæ Heidda, Akureyri.