
Óli Gísla fór í Álfsnes í gær til að kanna ástand brautarinnar. Brautin er þurr á köflum en annarstaðar eru ennþá drulludý í henni. Reynt var að fara með gröfu í brautina um daginn til að ræsta fram úr brautinni en þá sat hún bara föst á köflum. Nú ætti að vera hægt að klára málið og vonandi verður hægt að opna brautina formlega upp úr því.
Þangað til er brautin lokuð.