Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

  • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
  • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
  • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

  • Mánudagar 16-21
  • Föstudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

  • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
  • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
  • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
  • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.

 

11 hugrenningar um “Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira”

  1. hvernig er það nú ert 3 vikur í klaustur og einginn keppnisnr komin er ekkert farið að styttast í þau?

  2. Líst vel á þetta skipulag með að hafa brautirnar opnar ´s istthvorum tímanum, smalar liðinu meira saman í eina braut og auðveldara að halda þeim við.

    Einnig frábært að búið sé að setja upp bikarmót, geðveikt að fá fleiri keppnir!

  3. Þetta er eina vitið, líka glæsilegt með dautt á hjólum í pitt.

    Þetta er skref í rétta átt ! Loksins.

  4. Já þetta er snilld en er ekki hægt að opna brautirnar aðeins fyrr á virkum dögum?

  5. 1. Það er verið að leggja lokahönd á listann fyrir Klaustur.
    2. Fylgjast með Msí síðunni vegna skráninga.
    3. Það varð að setja tímamörk til að hægt sé að vinna í
    brautunum án truflunar frá ökumönnum.

  6. Í Svíþjóð er þetta gert á svipaðan hátt og VÍK er að tilkynna hér nú. Brautir eru venjulega opnar einn virkan dag og svo um helgar en í styttri tíma í senn, oftast 17-20 og 11-15 um helgar. Kostirnir eru þónokkrir við þetta kerfi en vissulega eru gallar líka. Á meðal kosta má segja, eins og Aron segir, að þetta smali fólkinu saman og búi til skemmtilega stemmningu á meðan á æfingu stendur. Einnig er auðveldara fyrir klúbbinn að viðhalda brautinni, rukka dagspassann og að reka sjoppu þar sem einhver regla er komin á þetta.

    Hér er líka brautinni alltaf skipt upp í lítil hjól og stór. Lítil hjól keyra frá heila tímanum til 25 mín og stór hjól frá 25 til 59. Spurning um að hafa þann möguleika, allavega þegar margir eru mættir.

    Á meðal ókosta má nefna að sumir vinna vaktavinnu og á kvöldin og geta því ekkert æft í miðri viku. Sama með þá sem eru að stefna hátt og vilja æfa tvisvar á dag.

    Svo þarf bara að hugsa þetta aðeins í heildina líka, t.d. mæli ég með að Suðurnesjamenn hafi alltaf opið á miðvikudögum í Sólbrekku. Í nágrenninu hjá mér hér í Svíþjóð eru menn ekki alveg að vinna saman og á miðvikudögum eru 2 stærstu brautirnar opnar en á mánudögum og föstudögum eru 300 km í næstu opnu braut.

    Hér er líka góður siður að þjálfarar og aðrir sem eru að horfa á æfingar taka með sér gult flagg útí braut og standa við pallana þar sem þeir gætu gert eitthvað gagn, þetta er svo sem ekki regla en auðveld leið til að auka öryggi/ánægju.

  7. Verður þá Álfsnes brautinn e-ð meira tekinn í gegn heldur en í fyrra? Er ekki með neitt skítkast en fannst bara miklu meira einbeitt að Bolöldu og Álfsnes oft í rusli? Veit að það er erfiðara að halda henni við. Langaði bara að vita hvað menn eru að spá með þetta fyrirkomulag.

  8. Þýðir ekkert að treysta á Álfsnes, hjóla frekar í alvöru moldarbraut á Selfossi, nýbúið að taka hana alla í gegn, breikka og bæta alla palla.

  9. Verður maður að kaupa kort með visa korti er ekki hægt að leggja inn ???? og hvernig nálgast maður síðan kortið og fær nótu ?

Skildu eftir svar