Halló allir áhugasamir!
Það vantar tilfinnanlega fólk í ýmiss störf á Klaustri. Þeir sem hafa t.d. áhuga á að vera í „Race police“ vinsamlegast hafið samband við Svavar Kvaran (svavark@gmail.com). Þeir sem þegar hafa tilkynnt sig til keppnis-gæslustarfa vinsamlegast staðfesstið við Svavar.
Gott er að menn/konur hafi yfir hjóli að ráða við gæslustörf í keppninni sjálfri, en ekki algjört skilyrði.
Einnig þarf fólk í almenn gæslustörf á svæðinu bæði á laugardeginum og á sunnudeginum. Látið endilega Svavar vita af ykkur.
Þá þarf aðila sem gætu aðstoðað við skoðun – bæði á laugardeginum (ca. mili 15 og 19) og svo á sunnudagsmorgun (milli 09 og 11).
Áhugasamir skoðunarmenn sendi Einari skeyti á eis@keppn.is
Er einhver sem veit með tjaldsvæðið þarna
Er hægt að komast i rafmagn,
Kostar eitthvað að gista þyarna ?
Það verða tjaldsvæði á Ásgarðsvæðinu, ( Keppnissvæðinu ). Þar verður gæsla og salerni, en ekki er gert ráð fyrir að rafmagn verði á svæðinu. Enda verða tjaldsvæðin bara fyrir þessa keppni. Einnig gæti verið búið að opna tjaldsvæðið á Klaustri, en það er ekki í samstarfi við VÍK.
Hvernig er það hafið þið athugað hvort það verði hægt að fara í sturtu í sundlauginni á klaustri eftir keppnina?? Held ég hafi séð einhverstaðar að hún væri ónothæf
Sundlaugin verður opin alla helgina og á sunnudaginn frá 10 til 21
Vantar líklega far fyrir hjólið frá Klaustri – RVK
Ef einhver er með laust pláss þá má sá sami gjarnan
heyra í mér á balliha [@] simnet.is eða bjalla 8253841