Til mín hringdi kona, einn aðstandenda tjaldstæðisins og var afskaplega óglöð. Hún hefur, að sögn, haft slæma reynslu af veru hjólafólks á tjaldstæðinu sem er engan veginn gott afspurnar. Samskiptamáti hennar var reyndar ekki til þess fallinn að bjóða upp á gott samstarf eða til að bjóða hjólafólk velkomið inn á svæðið. VÍK stendur fyrir keppninni á sunnudag en engu frekara skemmtanahaldi og keppendur eru því alfarið á eigin ábyrgð að keppni lokinni.
Félagið á gott samstarf við lögreglu og greiðir björgunarsveit staðarins með glöðu geði fyrir veitta aðstoð við að halda uppi röð og reglu um helgina og fram á aðfararnótt mánudagsins. Við getum hins vegar ekki tekið ábyrgð á hegðun allra sem sækja svæðið heim.
Félagið hvetur því keppendur til að nýta sér aðstöðuna á Ásgarði, eða annars staðar en á Klaustri – nú eða hreinlega halda heim á leið strax að keppni lokinni. Þá keppendur sem gista fyrir austan hvetjum við til að vera sér og sportinu til fyrirmyndar í alla staði.
Eigum gott samstarf við alla, verslum mat, gistingu og bensín á Klaustri og eigum gleðilega og góða helgi.
Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins
Er hægt að komast í rafmagn á tjaldsvæðinu á Ásgarði???
Þetta fólk sem rekur þetta tjaldsvæði á Klaustri þarf nauðsynlega að læra almenna kurteisi. Ég varð vitni að því í fyrra þegar þau helltu sér yfir píparagengið í hádeginu eftir keppnina fyrir að raða borðum saman og halda sameiginlegan kvöldmat. Allt þetta fólk sem var á tjaldsvæðinu var farið í koju kl. 02. Lætin voru í krökkum sem komu labbandi á svæðið og kom okkur sem voru á svæðinu ekkert við. Hjólafólk, aldrei styrkja þetta tjaldsvæði.
Það verður ekki hægt að komast í rafmang á tjaldsvæðinu á Ásgarði.
Það er tjaldstæði að Kleifum sem er hjá Sjórnarfossi og íþróttavellinum,þar er rafmagn. Spurning að hringja í staðarhaldara og spyrja hvort að hjólafólk sem velkomið þangað 🙂