Gamall draumur Hafnfirðinga er að rætast um þessar mundir. Fyrsta motocrossbrautin er að rísa í bænum eftir 20 ára bið, en eftir því sem undirritaður man þá var síðast hafnfirsk braut í Seldal í kringum 1990. Nýja brautin er ekki langt þar undan en hún er við kunnulegt akstursíþróttasvæði, Rallycrossbrautina við Krísuvíkurveg. Að þessu sinni verður byrjað á að byggja braut fyrir 85cc hjól en vonandi fæst leyfi síðar fyrir braut í fullri stærð.
Til hamingju með nýju brautina AÍH og allir Hafnfirðingar!
Við þökkum Róberti Magnússyni fyrir myndirnar.
Frábært….
Vonandi fæst leyfi fyrir stærri hjól sem fyrst.
Braut fyrir 85 cc
Má mar mæta með strumpana þangað á 50cc hjólum til æfingar ?
já, það verður gerð lítil 50cc braut líka..
Frábært að heyra, eitthvað vitað hvenær verður farið í 50cc krakkabraut.
nei, þetta kemur allt með góða veðrinu 😉