Brautarsmíði í Hafnarfirði

Framkvæmdir á fullu

Gamall draumur Hafnfirðinga er að rætast um þessar mundir. Fyrsta motocrossbrautin er að rísa í bænum eftir 20 ára bið, en eftir því sem undirritaður man þá var síðast hafnfirsk braut í Seldal í kringum 1990. Nýja brautin er ekki langt þar undan en hún er við kunnulegt akstursíþróttasvæði, Rallycrossbrautina við Krísuvíkurveg. Að þessu sinni verður byrjað á að byggja braut fyrir 85cc hjól en vonandi fæst leyfi síðar fyrir braut í fullri stærð.

Til hamingju með nýju brautina AÍH og allir Hafnfirðingar!

Við þökkum Róberti Magnússyni fyrir myndirnar.


5 hugrenningar um “Brautarsmíði í Hafnarfirði”

Skildu eftir svar