Eyþór Reynisson sýndi yfirburðaakstur í annari umferð Íslandsmótsins í motocrossi í dag. Í fyrra mótóinu var hann fyrir framan miðju í startinu og náði fljótt forystu og hélt henni til loka. Í seinna mótoinu þurfti hann að hafa aðeins meira fyrir sigrinum því hann datt í startinu og var því langsíðastur þegar allir brunuðu af stað. Hann lét það ekki á sig fá og tók fram úr öllum öðrum keppendunum og sigraði því í báðum mótóunum. Glæsilegtur akstur hjá Eyþóri og verðskuldaður sigur. Kári Jónsson varð annar og Viktor Guðbergsson þriðji.
Signý Stefánsdóttir sigraði í kvennaflokki, Guðmundur Kort í unglingaflokki, Einar Sigurðarsson í 85cc flokki, Aron Arnarson í B-Flokki og Ragnar Ingi Stefánsson í B40+ flokki.
Brautin var annars frábær í dag eftir mikla vinnu við hana undanfarna daga. Rakastigið var gott og fullt af línum í boði. Keppnin í heild heppnaðist vel.
Nánari úrslit eru á MyLaps.
Gaman að horfa á þennan suddalega akstur hjá Eyþóri.
Svo vil ég þakka Vík fyrir frábæra keppni í stórskemtilegri braut. Eirikur 426
Ég setti inn nokkrar myndir af B-40+ og unglingafokk í vefalbúm.
http://vefalbum.motocross.is/index.php/2011/slandsm-t-lfsnes
er ekki að reyna vera leiðinlegur en hvernig væri að hafa myndir af aðal reisinu en ekki b flokk eða stelpu reisi lítur illa út eða er það bara ég sem hugsa svona um þetta haha 😀 love you guys
þá er ég að tala um þegar þetta fer á mbl.is og moggan nuna
Blaðamaður moggans hefur kannski ekki náð neinni mynd af Eyþóri í fókus?
haha