Á morgun, laugardaginn 23. júlí, fer fram 3. umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross í Sólbrekkubraut. Sama fyrirkomulag verður varðandi flöggun og var í Álfsnes keppninni, þ.e. að keppendur muni sjá um flöggun á ákveðnum pöllum. Sólbrekkubraut er hins vegar með mun fleiri flaggstaði en Álfsnes og því verður hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, að flagga í 3 Moto-um. Við skoðun á morgun fær hver keppandi blað sem hefur að geyma upplýsingar um hvenær og á hvaða palli viðkomandi þarf að flagga. Eins er uppdráttur af brautinni, dagskráin sjálf og númer á Moto-um á blaðinu. Flaggstaðir sem merktir eru með svörtum hring eru þeir staðir sem keppendur munu flagga á.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf einhver að flagga þegar við erum sjálf að keppa…
Bestu kveðjur,
Keppnisstjórn
Er rétt að fresta eigi keppni kannski fram á sunnudag því það sé svo mikið mál að vökva brautina???
neibb, var að frétta fyrir stuttu að hún liti mjög vel út og væri búið að vökva eitthvað