Nú fer að styttast í Íslandsmótið í Sólbrekkubraut. Undirbúningur búinn að vera á fullu og vonandi smellur allt saman. Einar og Jói búnir að vera í brautinni og gera hana fína. Rakastig hefur verið nokkuð gott í brautinni og kappsmál er að halda því þannig og vökva hana vel fyrir mót. VÍR verður með sjoppu eins og áður þar sem boðið verður upp á ýmislegt. Síðasti opnunardagur er miðvikudagurinn 20. júlí svo nú er um að gera að nýta tímann sem eftir er vel. Brautin er í góðu standi og bara skemmtileg og geggjuð eins og alltaf !
Kveðja,VÍR