Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu

Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í fjórðu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi sem fram fór á Akureyri í dag. Heimamaðurinn Bjarki Sigurðsson sigraði í fyrsta motoinu og rauf þar með sigurgöngu Eyþórs Reynissonar sem hafði sigrað öll moto ársins fram að þessu. Eyþór átti í basli með að halda sér á réttum kili og datt nokkrum sinnum sem Bjarki og Kári Jónsson nýttu sér sérstaklega vel. Lengi vel leit út fyrir að Kári myndi sigra motoið en Bjarki sýndi einhvern ofurkraft síðustu fjóra hringina og tók framúr Kára og náði sigrinum.

Í öðru motoinu var Eyþór ennþá í vandræðum með að detta og krafturinn eitthvað farinn að dvína hjá Bjarka þannig að Kári sigraði það moto og einnig í mótinu í heild.

Brautin hjá Eyfirðingum var að vanda eins og best verður á kosið. Keppnishaldið þótti einnig takast með ágætum og veður var hið besta. Tveir útlendingar mættu til leiks en náðu ekki að veita Íslendingunum neina keppni.

Úrslit voru eftirfarandi:

MxOpen:

  1. Kári Jónsson 47 stig
  2. Bjarki Sigurðsson 43 stig
  3. Eyþór Reynisson 42 stig

MX2

  1. Eyþór Reynisson 47 stig
  2. Bjarki Sigurðsson 47
  3. Kjartan Gunnarsson 38

85 flokkur

  1. Einar Sigurðsson 50
  2. Þorsteinn Helgi Sigurðarson 42
  3. Hlynur Örn Hrafnkelsson 40

40+ B

  1. Ragnar Ingi Stefánsson
  2. Reynir Jónsson
  3. Eysteinn Jóhann Dofrason

B-flokkur

  1. Kristófer Finnsson
  2. Arnar Ingi Guðbjartsson
  3. Ernir Freyr Sigurðsson

Kvennaflokkur

  1. Karen Arnardóttir
  2. Einey Ösp Gunnarsdóttir
  3. Björk Erlingsdóttir

MX-Unglingaflokkur

  1. Ingvi Björn Birgisson
  2. Guðbjartur Magnússon
  3. Hinrik Ingi Óskarsson

Nánari úrslit er hægt að finna á MyLaps

5 hugrenningar um “Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu”

Skildu eftir svar