Stuttur hjólatúr í góðum félagsskap


Það er margt að gerast þó svo að keppnin byrji ekki fyrr en á morgun. Fórum í „stuttan“ hjólatúr með nokkrum vel völdum mönnum til að mynda kynningarefni. Þessi stutti túr varð 6 tíma ævintýri í nærri 40stiga hita sem endaði síðan á neyðarakstri þar sem öll 570cc í nöðrunni voru notuð. Einn gaurinn í Blogger tíminu krassaði og braut á sér hendina þannig að það kom í mitt hlutverk að fara á móts við bílinn sem var sendur eftir honum. Þetta endaði nú allt vel en mikilvægasta lexían sem ég lærði af þessu var, þú spyrð ekki Rúmena til vegar!!!

 

 

 

 

 

 

En aftur að því skemmtilega, það erfitt að vera hógvær þegar maður á lýsa degi þar sem maður fékk að hjóla með mönnum eins og Graham Jarvis, Chris Birch og Paul Bolton en við getum byrjað á því að segja bara GEGGJAÐ:) Þetta eru hreinir listamenn á mótorhjólum og þeir voru eins og litlir krakkar í sandkassaleik, og þá meina ég það á góðan hátt.

 

 

 

 

 

 

 

 

„Hey Paul, við fundum tré sem þú kemst örugglega ekki yfir!“ Það þurfti ekki meira til að koma Paul Bolton af stað og nokkrum mínútum seinna var hann kominn yfir og búinn að rústa hjá sér sub freiminu. Alger eðal gæi sem er alltaf brosandi.

Ég er búinn að setja slatta af myndum inná vefalbúmið hérna á motocross.is og síðan mæli ég eindregið með því að þið fylgjist með Prolouge brautinni á morgun, en hún verður í fyrsta skiptið live á heimasíðu keppninnar, www.redbullromaniacs.com

Kveðja frá himnaríki HardEnduro mannsins,

Dóri Bjöss

 

Skildu eftir svar