Og ekki er hægt að kvarta undan kulda hérna, hitinn að detta í 30 gráður og golan er jafn heit. Ég kom svo seint í gærkveldi að öll herbergi voru full, ég fékk að velja á milli þess að sofa í garðinum eða bílskúrnum, bifvélavirkjanum í mér leist betur á skúrinn og örugglega færri pöddur þar en í garðinum.
Chris Birch, Graham Jarvis, Andreas Lettenbichler, Paul Bolton, Gerhard Forster og Darryl Curtis eru keppendurnir sem eru líklegastir til að raða sér í efstu sætin. Chris vann í fyrra og Graham 2008 en eftir að Graham hætti að skröltast á Sherco og fór yfir á Husaberg þá varð hann sá heitasti af þeim.