Það styttist í næstu keppni sem verður í Bolaöldu 20. ágúst nk. Í kvöld hefur brautin verið lokuð þar sem Óli Gísla og Garðar hafa verið að vinna með jarðýtunni í lagfæringum og minniháttar breytingum. Brautin opnar aftur á morgun, miðvikudag kl. 18 og verður væntanlega í hrikalegu flotti standi. Þrátt fyrir sól og hita er frábær raki í brautinni þessa dagana og um að gera að fjölmenna á morgun.
Við ætlum svo að kýla á létta bikarkeppni á sunnudag til að koma mönnum vel í gírinn fyrir keppni. Nánari upplýsingar og skráning opnar von bráðar hér á motocross.is.


