
Í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í Túninu Heima ætlar Motomos að vera með smá húllum hæ í brautinni á sunnudaginn 28. ágúst.
Landsliðsmennirnir Eyþór Reynis og Viktor verða með fría kennslu í stóru brautinni og
Friðgeir Óli og Kjartan verða með fría kennslu í barnabrautinni.
En þessir kappar hafa allir fengið afreksmannastyrk hjá félaginu.
Kennslan byrjar kl 13.00 og klukkan 14.30 ætlum við í Motomos að taka nokkur stört.
Eysteinn og Lúlli eru með brautina er í extrem makeover þessa dagana, og verður hún því ekki opnuð fyrr en kl 13:00 á sunnudaginn.
Brautin hefur aldrei verið betri.
Ekki missa af þessu því nú verður fjör!!!!
Aldrei að vita nema Þórir og Balli skelli nokkrum pylsum á grillið 🙂
Munið eftir miðum á N1 í Háholtinu.