7 dagar í Motocross of Nations

Nú þegar aðeins vika er í Motocross of Nations þá eru margir farnir að vera spenntir að sjá bestu ökumenn í heiminum takast á við hvorn annan. Við erum að tala um allra bestu ökumenn heimsins og þar má nefna nöfn einsog heimsmeistara síðustu tveggja ára Antonio Chairoli ásamt Ryan Dungey, Ryan Villopoto, Chad Reed, Ken Roczen, Brett Metcalfe, Jeffrey Herlings, Tommy Searle og marga fleiri topp ökumenn.


Staðan á Íslenska liðinu er sú að Kári Jónsson & Viktor Guðbergsson eru við æfingar á Spáni þar sem þeir hafa æft stíft síðustu fjóra daga, strákarnir eru búnir að æfa beygjur og brekkur einsog enginn sé morgundagurinn. Kári datt helvíti fast á jörðina í gær en er allur að koma til og segir að það sé ekki mikið að.
Í dag tóku strákarnir helvíti erfiðan dag í 34 stiga hita þar sem keyrt var upphitun ásamt tvem 30 mín moto-um.

Eyþór Reynisson er við æfingar í Belgíu þar sem hann hjólaði í gær í heimsfrægri braut í Belgíu að nafninu Lommel en í dag hjólaði Eyþór í Eindhowen. Á þriðjudag eða miðvikudag er planið að allt liðið hittist í Frakklandi.

Eyþór í Lommel

Skildu eftir svar