Allt gott að frétta í Saint Jean d´Angely!

Við komum á keppnistaðinn í gær fimmtudag við byrjuðum á því að sækja miðana inná svæðið og þurftum svo að bíða í eða um 5 tíma til að komast inná svæðið. Gærkvöldið fór í að koma okkur fyrir í pittinum.

Dagurinn í dag byrjaði uppúr kl 9 þegar allt gengið fór í að skipta um plöst á hjólunum, líma límmiða á hjólin, skipta um loftsíur og gera allt klárt fyrir skoðunn sem var frá 11-18. Uppúr kl 2 var allt klárt á TeamIceland og kominn tími til að drífa hjólinn í gegnum skoðunn. Eyþór var fyrstur í gegnum skoðunn og fór beint í gegn,
Viktor þurfti að skipta um pústkerfi eftir að orginal pústkerfið mældist of hátt en Matthias Nilsson var með auka sett af Akrapovic pústkerfi sem við settum undir hjólið og það datt í gegnum skoðunn.
Það var aðeins meira vesen á hjólinu hjá Kára, það mældist alltaf of hátt og við þurftum að fara fjórum sinnum í gegnum skoðunn þangað til að hjólið komst í gegn og mátti ekki miklu muna þar sem við vorum að renna út á tíma.
Factory Suzuki reddaði nýju pústi á hjólið hjá Kára og nýjan power kubb til að gera það mildara þannig að við vorum að klára að koma okkur í gegnum skoðunn um hálf sex.

Matti Kef, Jói Kef, Kári & Pálmi að bíða eftir að komast í gegnum skoðun
Reynir og Gulli í hljóðmælingu meðan Eyþór fór að skokka
Allt að gerast !

Nú er allt klárt og allir í þessum skrifuðu orðum að klára borða kvöldmatinn sinn. Við komum með meiri fréttir á morgun og auðvita er hægt að fylgjast með liðinu inná www.motocrossmx1.com og www.mx-live.tv !

Skildu eftir svar