Vefstjóri heyrði í Reyni Jónssyni, pabba Eyþórs, nú rétt í þessu. Voru þeir að klára æfingu í flottri braut nærri St. Jean d’Angely keppnisbrautinni sem heppnaðist mjög vel. Í gær kíktu þeir á keppnisbrautina sem er hörð og hröð og leist vel á aðstæður. Ekki máttu þeir æfa í brautinni svo hófst þá leitin að nýrri braut. Það gekk nú ekki vel en á lokum fundu þeir bónda á traktor sem benti þeim á braut inní skóginum. Sú braut var alveg frábær með svipuðum jarðvegi og í keppnisbrautinni og einnig stórum stökkpöllum. Reyndar sprakk þrisvar á hjólinu hjá Eyþóri en samt náðu þeir að stilla fjöðrun og annað eins og stefnt var að.
Veðrið er frábært á svæðinu og ekki var leiðinlegt hversu góðar mótttökur þeir fengu. Portúgalska liðið var einnig að æfa þarna og þegar leið á daginn var mikill fjöldi af heimamönnum á svæðinu að forvitnast og dást að útlendingunum. Var eitthvað skrifað af eiginhandaáritunum og einhverjir keyptu jafnvel landsliðstreyjur á uppsprengdu verði.