Styttist í MXON

Landsliðstreyjan

Já nú eru bara 8 dagar í að strákarnir okkar munu vera komnir til St. Jean D´Angely í Frakklandi þar sem Motocross of Nations fer fram.

Viktor Guðbergsson og Kári Jónsson fóru til Spánar í gær til æfinga.  Strákarnir fá báðir lánuð Suzuki RMZ 450 hjá Mats Nilsson.

Eyþór Reynisson heldur til Belgíu í fyrramálið þar sem hann mun pikka upp sendibílinn sinn og hjól ásamt föður sínum Reyni Jónssyni en þeir munu reyna keyra af stað til Frakklands um helgina.

Allt er að verða klárt hjá liðinu þannig að nú er bara að fylgjast með strákunum á Facebook og auðvita hér á motocross.is næstu 12 daga.

Team Iceland á Facebook

Kári & Viktor komnir í Flugstöð Leifs Eríkssonar

 

Ein hugrenning um “Styttist í MXON”

Skildu eftir svar