Framtíðarbikarinn

Um næstu helgi fer fram „Coupe de l’Avenir“ sem lauslega má þýða sem Framtíðarbikarinn fram í Belgíu.  Keppnin er betur þekkt sem MX of Nation undir 21 árs en þetta er í fertugasta sinn sem keppnin fram.

2 Íslenskir keppendur munu taka þátt í ár og er það í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru með í keppninni. Eyþór Reynisson og Guðbjartur Magnússon verða fulltrúar Íslands og liðsstjóri er Reynir Jónsson. Hægt er að finna allar upplýsingar um keppnina á http://www.coupedelavenir.be en þarna hafa flestir bestu ökumenn heimsins byrjað sinn feril.

Vonandi gengur þetta vel hjá „strákunum okkar“ og munum við vonandi geta sent fullskipað lið í þessa keppni á næsta ári.

Skildu eftir svar