Mikill spenningur var hjá mér að prufa Akureyrarbrautina eftir góðann hjóladag á Ólafsfirði. Byrjunin á deginum var nokkuð góð ca 10 stiga hiti og logn. Ég hitti á Bjarka #670 rétt um hádegi og hann sagði mér að brautin gæti verið pínu sleip á köflum, það átti svo sem ekkert að skemma fyrir þar sem hún ætti að þorna er leið á daginn. En nei veðurguðirnir voru nú ekki sammála því. Fljótlega eftir hádegi fór að hellirigna og ekki von á góðum hjóladegi. Ég fór nú samt uppí braut að vinnudegi loknum. Þar var allt komið á flott og varla stætt í brautinni. Ekki var hjólað þann daginn 🙁 þó að brautin liti ágætlega út að öðru leyti.