Heimsóknir í brautir að hausti. Egilsstaðir 28.09.11

Þá var komið að austurlandinu. Ný braut á Egilsstöðum vakti áhuga minn enda hafði ég aldrei í hana komið. Brautin er í gömlum gryfjum rétt fyrir utan bæinn, landslagið býður uppá skemmtilega útfærslu á brautinni. Brautin hefur möguleika á góðri skemmtun á góðum degi en veðrið hafði farið um hana hörðum höndum, rok og rigning daginn áður og úrhellisrigning yfir daginn hafði gert brekkurnar að einhverju öðru en mx braut. Einnig var eitthvað um liði frá því að brautin fékk síðast yfirhalningu. Ég tók samt einhverja hringi til að sjá leguna á brautinni og eins og áður sagði, lofar hún virkilega góðu á góðum degi.  Unglingalandmótið var haldið þarna um verslunarmannahelgina og þeir sem kepptu þar þótti brautin mjög góð. Reyndar sagði Jón ( Hjalla og Bjögga pabbi ) mér að stefnt væri að smá breytingum á brautinni fyrir næsta sumar. Þegar leið á kvöldið kom austfjarðarþokan og umvafði mig og þá var sjálfhætt. Miðar í brautina eru seldir á N1 stöðinni á Egilsstöðum.

 

 

Skildu eftir svar