
MSÍ hefur tekið við formennsku í norðurlandaráðinu NMC (Nordic Motorsport Council) fyrir næsta ár.
Innan NMC eru öll sérsambönd norðurlandanna, SML Finnlandi, Svemo Svíþjóð,NMF Noregi og DMU Danmörk.
Árlegur norðurlandafundur NMC fór fram laugardaginn 1. október í Helsinki og tók Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ þar við formennskunni fyrir hönd MSÍ.
Norðurlandafundur NMC mun verða haldinn í Reykjavík 6. október 2012 og má reikna með um 100 manns á þann fund.
NMC var stofnað árið 2006 eftir áratuga samstarf á milli norðurlandanna í hagsmunamálum fyrir mótorhjóla- og snjósleðaíþróttir.