Núna þegar Nóvember mánuður er að líða og snjórinn er kominn þá er gott að drífa sig bara inní reiðhöllina. Við höfum aldrei náð að hjóla eins lengi á svæðinu okkar í Bolöldu fyrr en nú árið 2011, við erum búnir að vera með æfingar á svæðinu vikulega síðan við fórum útúr reiðhöllini í apríl á þessu ári. Hver veit nema að við verðum komnir með innanhúshöll við Bolöldu á næstu 10 árum.Við verðum í reiðhöllini víðidal þar sem við vörum síðasta vetur, æfingarnar verða þrjár talsins dagana 4, 11 & 18 desember frá kl 16 – 18. Hópnum verður skipt í tvennt kl 16:00 fyrir 50-65cc og kl 17:00 fyrir 85-150f æfinginn er klukkutími fyrir hvorn hóp.
Gulli & Helgi Már sjá um æfingarnar en þeir hafa verið í smá pásu síðustu 5 vikur þar sem Aron Berg Pálsson hefur verið að leysa þá af og staðið sig helvíti vel og virðist ekki annað en að krakkarnir voru ánægðir með kennsluna hjá Aroni.
Hjólum allt árið /Fjárfestu í þínu barni, námskeiðið kostar 8.000.- Skráning er hafin á namskeid@motocross.is og skal þáttökugjaldið greiðast á sama tíma inná rkn: 0537-14-404974 kt: 060291-2099. Ökumaðurinn getur ekki byrjað námskeið nema það sé búið að greiða fyrir það.
Stakur tími 3.000.-
Kl. 16 – 50 og 65 cc hjól og byrjendur
Kl. 17 – 85cc hjól og hraðari ökumenn á 65cc hjólum
hvað með okkur stóru „krakkana“ fáum við eitthvað að fara inní höll ?
Þú verður bara að fara á hestinum þínum þangað, við fáum því miður ekki að fara inn með stóru hjólinn núna, fáum það vonandi eftir áramót.