Já gott fólk, hér er nánast sumarblíða alla daga og allar brautir í toppstandi. Við ætlum því að prófa að blása til skemmtikeppni á laugardaginn í Bolaöldu. Fyrirvarinn er auðvitað enginn en hvað með það – notum tækifærið þegar veðrið er svona bjánalega gott!
Keppt verður bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi og yngstu krakkarnir fá líka sérkeppni fyrir sig.
Krakkakross kl. 11
Allir ökumenn framtíðarinnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Skyldumæting fyrir alla sem hafa verið á æfingunum hjá Helga, Aroni og Gulla og alla aðra sem eru á 50, 65 og að byrja á 85cc hjólum. Keyrt verður í 85 brautinni og foreldrar hjálpa til við að gæta fyllsta öryggis.
Síðan verður keppt í bæði motokrossi og stuttu liðaenduroi.Við byrjum á motokrossinu og verðum með tvo flokka:
A (vanir keyrarar úr mx-open, mx2, 40+, unglinga og jafnvel hraðir 85cc) keyra 2×15 mínútur
B (85cc, kvenna, byrjendir og aðrir sem vilja bara taka því rólega) keyra 2×10 mínútur. Í enduroinu ætlum við svo að raða saman A og B ökumönnunum í tveggja manna lið og keyra léttan endurohring í klukkutíma. Hægt er að keppa í bæði motokrossi og enduro eða öðru hvoru.
4000 kr. keppnisgjald fyrir stóru hjólin bæði fyrir motokross og enduro og 1000 kr. fyrir krakkana. Skráning er opin HÉR!!! Drífa sig að skrá sig svo við vitum hvort einhverjir mæti 🙂 ATH. tímatökusendar verða notaðir í motocrossið, þeir sem þurf að leigja sendi geta gert það í Nítró fyrir kl. 18 á föstudag. Sértilboð er á leiguverðinu fyrir þessa keppni aðeins kr. 2.000,-
Lausleg dagskrá:
Mæting kl. 1o
Krakkakrosskeppni kl 11 – flott verðlaun fyrir alla!
Motokross kl. 12
Enduro ca kl. 13.30 – hjálp óskast á laugardagsmorguninn að setja upp endurokrossþrautir á æfingasvæðinu!
Tjáið ykkur í kommentum og búum til smá stemningu! Þeir sem vilja hjálpa til eru meira en velkomnir 🙂
er eitthvað leyndó hvar keppnin verður haldin ? 😀
Bolaöldu! Og skráningin er opnuð. Sjá rauða linkinn þarna uppi
er ekki flott að setja það þarna uppi í auglýsinguni ekki allir sem fatta að líta niðrí comment 😉
verður brautin opin eftir keppni , verður enduro keppnin eithvað í mx brautinni?
það keyrir enginn í MX brautinni á meðan keppni stendur á svæðinu, og vanalega þegar það er endurokeppni er notaður partur af motocross brautinni
ég er að tala um þegar keppnin er búinn
Skráður!!!
Verður spes keppni fyrir 50 cc eða verður það keyrt saman með 65 og 80cc hjólunum ?
Er skráður …. eins gott að maður komist svo.
Zico, það ræðst aðeins af fjöldanum sem kemur. Ef það verða fáir og allir á svipuðu róli þarf ekki sérkeppni. Við höfum, ef ég man rétt, samt yfirleitt haft tvo flokka í svona krakkakrosskeppnum. kv. Keli
Brautin verður opin eins og vanalega eftir að keppninni lýkur.
Muna svo að:
Hlaða sendana fyrir motokrossið eða ná í sendi í Nítró.
Sparka í dekkin og fara yfir hjólið.
Pósta linka á keppnina á Facebook og búa til smá stemmara! 🙂
ahhhh …. sendar, Þarf að vera með senda í B flokki ?
Dýrt dæmi að leigja þetta drasl.
Jamm fyrir motocrossið ekki enduroið.
Hvenær í fyrramálið verður byrjað að vinna í endurocrossþrautunum?
Sælir, við ætlum að mæta á milli 9 og 10 í fyrramálið. Planið er að setja niður nokkra staura og dekk og jafnvel stóru steypurörin við hliðina á æfingasvæðinu. Það væri h….. gott að fá nokkra góða með í fyrramálið. En btw, svæðið er hreint ótrúlegt. Áðan var blæjalogn og 6-7 stiga hiti, brautin var mjög góð og fínt grip. Enduroslóðarnir eru mjúkir á nokkrum stöðum og pollar á örfáum stöðum en annars bara frábærir. 🙂 28 skráðir núna og margir sem ætla að mæta í fyrramálið. Sjáumst. Kv.
Ég smellti nokkrum myndum af fjörinu í dag 🙂
Hér er linkurinn:
http://www.flickr.com/photos/36867801@N07/sets/72157628055497377/
svo er líklega best að skoða myndirnar með að smella á „slideshow“ hnappinn sem er fyrir ofan myndasúpuna.
Flott veður sem var pantað fyrir daginn 😀
Takk fyrir skemmtilegan dag.
Maggi