Keppendur í Dakar 2012 eru farnir að setja vel mark sitt á bæinn Mal De Plata í Argentínu en þar mun rallið hefjast.
Í gærmorgun þegar skoðun keppnistækja og búnaðar hófst var það Argentínumaðurinn Luca Bonette (HONDA)sem var mættur fremstur en hann er með síðasta númerið í fjórhjólaflokki(282) og er einnig yngsti keppandi sem tekur þátt í þessu ralli, hann verður 20 ára, 3ja mánaða og 5 daga gamall þann 1 janúar 2012.
Svona skoðun er mikil aðgerð en um 350 starfsmenn sjá um skoðunina enda gríðarlega pappírsvinna sem fylgir henni
Þarna mátti sjá keppendur eins og Sebastian Halpern en hann endaði í 2 sæti í fjórhjólaflokki í fyrra en keppir núna sem aðstoðarökumaður í bílaflokki, hann sagðist ekki vera yfirgefa fjórhjólaflokkinn heldur væri hann að prófa annað, hann myndi snúa aftur til að sigra fjórhjólaflokkinn síðar
Á fyrsta degi skoðunar voru 158 ökutæki skoðun, 53 mótorhjól, 19 fjórhjól, 71 bíll og 15 trukkar.
Dakar kveðjur