Það varð til nýr sigurvegari í dag, Joan Barreda Bort(Husqvarna) vann sinn fyrsta sérleiðarsigur í Dakar í dag þrátt fyrir að hafa orðið fyrir meiðslum í byrjun dags en hann þraukaði og skaut reynsluboltunum þar með ref fyrir rass, kom einni og hálfri mín á undan Coma og næstum fjórum mín á undan Despres
Hann sagði eftir leið dagsins „eftir afturdekkjavandamálið mitt á 3ja degi hef ég reynt að vinna mig upp á hverjum degi. Mér hefur gengið betur eftir því sem liðið hefur á rallið og í gær þá sá ég smá glætu með að ég ætti séns á að ná toppmönnunum svo ég greip það. En í dag átti ég í smá vandræðum með annan fótinn, í hraðri beygju, líklega verið á um 120km hraða setti ég fótinn út og rak hann í stein, ég hélt að fóturinn hefði rifnað af en svo var nú ekki. Á næstu bensínáfyllingarstöð tók ég nokkrar verkjatöflur og harkaði að mér og það dugði mér næstum í mark, rétt undir lokin voru verkirnir orðni miklir en ég komst í mark. Ég er ekki búin að láta kíkja á fótinn, hann hlýtur að jafna sig, hann verður að duga mér í nokkra daga í viðbót“.
Staðan í mótorhjólaflokki eftir dag 10 er sem hér segir:
1.Cyril Despres(KTM)
2.Marc Coma(KTM) +21sek
3.Helder Rodrigues(Yamaha) +45min56sek
4.Jordi Viladoms(KTM) +1klst18min52sek
5.Stefan Svitko(KTM) +1klst24min38sek
6.Gerard Farres Guell +1klst35min21sek.
Tomas Maffei(Yamaha) sýndi þeim Patronelli bræðrum í dag að hann væri nú ekki alveg búin að gefast upp og sigraði leið dagsins með rúmlega 12 mín á næsta mann.
Maffei sagði eftir daginn þetta „þetta var hröð og soldið snúin leið í dag en ekkert mjög löng svo ég var fegin með það, það mátti lítið útaf bera varðandi leiðarbókina og ég tapaði reyndar einum vegarpunkti og varð að leita að honum. Leiðin var falleg og skemmtileg. Núna verð ég að yfirfara hjólið og sjá til þess að ég missi ekki forustumennina of langt frá mér, við stefnum núna inní Perú og það verður maraþonleið, að vera svona einn í þessu gerir hlutina erfiðari en þeir gætu einnig lent í vandamálum svo þetta er ekki búið“.
1.Alejandri Patroenlli(Yamaha)
2.Marcus Patronelli(Yamaha) +1klst19min29sek.
3.Tomas Maffei(Yamaha) +1klst36min46sek
4.Ignacio Casale((Yamaha) +4klst15min29sek.
5.Sergio La Fuente(Yamaha) +6klst36min42sek
6.Lucas Bonetto(Honda) +7klst5min57sek.
Með Dakarkveðju
Dóri Sveins
Frábærar greinar frá þér Dóri, takk fyrir þetta 🙂
Kv.
Takk fyrir hólið.
Ég hef svo mikin áhuga á þessu ralli og hef gaman að skrifa smá um það, gott ef einhver nennir að lesa það 😉
Kv.
Dóri