Dakar 2012 Dagur 12

Coma

Nú styttist í lokin og harka hlaupin í keppendur og það sýndi Marc Coma(KTM) sem var þriðji af stað í dag og átti frábært start og kom fyrstur í mark.

Hann náði sínum 5 sérleiðasigri og þeim 21. yfir heildina og náði að koma 3mín og 57sek á undan sínum helsta keppinaut Cyril Despres(KTM) og dugði það honum að ná forustu yfir heildina með 1mín og 35sek. En stóra spurningin er sú hvort það dugi honum, þeir félagar hafa verið að skiptast á að vinna og það með um 2mín mun, má því reikna með að það verði allt gefið í á þessum síðust metrum keppninar.

Vilja menn meina að þetta hafi verið herbragð hjá honum að koma ekki fyrstur í mark í gær, hann hefði hægt viljandi á sér til þess að vera ekki fyrstur af stað í dag því þá gæti hann einbeitt sér meira að hraðanum í staðinn fyrir að einblína í leiðarbókina, hann gæti notað förin eftir hin hjólin og unnið upp tíma þannig, sérstaklega þar sem sérleið dagsins var ekki nema 197km.

Á eftir honum í mark í dag voru landar hans, Joan Baredda Bort(Husqvarna) og Jordi Viladoms(KTM), í þeirri slæmu aðstöðu að þurfa að vera fyrstur inná sérleiðina reyndi Cyril Despres(KTM) að allt sem hann gat en hafði bara 30sek forskot á Coma þegar komið var inní sandöldurnar, þar átti Coma mun betri dag.

Nú eru einungis 2 dagar eftir af Dakar rallinu og síðasti dagurinn er mjög stuttur svo morgundagurinn mun líklega skera úr um hver sigrar en að sjálfsögðu er þetta ekki búið fyrr en yfir endalínu er komið.

Coma hafði þetta að segja eftir daginn „þetta var erfiður dagur, á fór af stað 4 mín á eftir Despres og mér tókst að draga hann uppi, fyrripart leiðarinnar einbeitti ég mér að leiðarbókinni því það mátti engin mistök gera þar en að sjálfsögðu hafði ég förin til hliðsjónar en ég vissi að seinnhluti leiðarinar væri einfaldari og þar ætlaði ég að ná þessu upp og eins og ég segji, það tókst en þetta er fjarri lagi búið, á morgun er en ein stóra leiðin“.

Joan Barreda Bort(Husqvarna) sagði „ef fráskilin eru vandræði mín hefur allt gengið vel, ég lýk hverjum degi meðal toppmanna, ég hef náð 5 sæti og í dag náði ég 2 sæti. Það er frábært og ég er glaður með það. Í morgun þá voru svo mörg för á ströndinni sem hefðu getað villt um fyrir manni svo ég einblíndi á leiðarbókina um leið og ég reyndi að halda góðum hraða. Það tókst, ég kláraði í 2 sæti en þessir tveri félagar, þeir bera höfuð og herðar yfir alla aðra. Þeir hafa gríðarlega reynslu og hraðir en ég ætla að æfa stíft þetta árið og hver veit nema að ég berjist um toppsæti á næsta ári“.

Þegar rætt var við Cyril Despres(KTM) sagði hann þetta „þetta var stórkostleg leið, líklega ein sú skemmtilegasta sem ég hef hjólað í Dakar síðustu ár, keppnislega séð. Ég reiknaði með að Coma myndi ná mér í dag og ég reiknaði með góðum degi, hann var frábær. Ég sé ekki eftir neinu í dag, þrátt fyrir að hafa í raun tapað á fyrripartinum. Þú mætir ekki í Dakar keppni til að bíða eftir öðrum, sérstaklega ekki manni eins og Marc Coma, hann er frábær hjólari, snöggur og klár svo ég er að reyna hitta á rétta taktinn og hraðann. Sem betur fer þá eru nokkrir hjólarar á milli okkar á morgun sem ég mun reyna að nýta mér að fullu“.

Staðan í hjólaflokki eftir dag 12 er því sem hér segir:

Marc Coma(KTM)

Cyril Despres(KTM) +1min35sek

3.Helder Rodrigues(Yamaha) +1klst13min49sek

4.Jordi Viladoms(KTM) +1klst40min34sek

5.Stefan Svitko(KTM) +1klst41min45sek

6.Gerard Farres Guell(KTM) +2klst6min36sek

Það var Marcos Patronelli(Yamaha) sem kom fyrstur í mark í fjórhjólaflokki, reyndar ekki nema 41sek á undan bróður sínum Alejandro en það dugir honum alls ekki til að skáka bróður sínum sem er með afgerandi forustu yfir heildina, hann trónir í 1 sæti með 1klst og 19mín í forskot.
Tomas Maffei(Yamaha) fylgir þeim svo í humátt en er samt sem áður næstum 2 og hálfum klukkutíma á eftir.

Marcos sagði eftir daginn „þetta hefur alls ekki verið auðvelt Dakar, þetta er í raun búið að vera mjög erfitt Dakar. Oftast eru síðustu dagarnir frekar léttir, að klára í Argentínu er léttara. Hérna í Perú eru sandöldur og mikill hiti, það er flóknara en sem betur fer þá er ekki mikið eftir. Það sem ég er að reyna segja er að þegar rallið var klárað í Argentínu þá var þetta léttara, hérna er þetta mun þyngra og þetta er ekki búið ennþá“.

Staðan er lítið breytt í fjórhjólaflokki en hún er svona eftir dag 12:

1.Alejandro Patronelli(Yamaha)

2.Marcos Patronelli(Yamaha) +1klst19min18sek

3.Tomas Maffei(Yamaha) +2klst23min25sek

4.Ignacio Casale(Yamaha) +5klst44min59sek

5.Sergio La Fuente(Yamaha) +8klst20min47sek

6.Roberto Tonetti(Yamaha) +12klst15min51sek

Með Dakar kveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org


Skildu eftir svar