Nú þegar dagur 4 er að kveldi komin þá virðist sem að þeir KTM félagar Cyril Despres og Marc Coma séu að stinga aðra keppendur af því það er nú orðið um 18mín bil milli Coma í 2 sæti ogHelders Rodrigues(Yamaha) sem er í 3 sæti.
Coma sem tapaði forustu í gær eftir slæm mistök í rötun átti mjög góðan dag í dag.
Kláraði hann 326km sérleið dagsins á 4klst, 16min og 43sek og náði að minnka forskot Cyrils Despres(KTM) um 2mín og 2 sek en hann varð annar í dag. Hollendingurinn Frans Verhoven(Yamaha) varð þriðji í dag, 8mín og 26sek á eftir Coma
Marc Coma(KTM) sagði þegar hann kom í mark „þetta var mjög erfið leið í dag, hún byrjaði mjög hröð og varð ég að fókusa vel á leiðarbókina, einnig var mikið vatn á leiðinni. Ég reyndi að halda uppi góðum hraða frá byrjun en það var erfitt, mér tókst þó að taka framúr nokkrum keppendum og draga svolítið á Cyril en það eru margar leiðar og margir dagar eftir svo þetta er ekki búið“.
En staðan í hjólaflokki eftir dag 4 er sem hér segir:
1.Cyril Despres(KTM) 11:50:27
2.Marc Coma(KTM) +8m10s
3.Helder Rodrigues(Yamaha) +26m48s
4.Francsico Lopes(Aprilia) +29m50s
5.David Casteu(Yamaha) +30m37s
6.Paulo Goncaalves(Husqvarna) +35m16s
Í fjólaflokki er mikill slagur líka og gefur Tomas Maffie(Yamaha) reynsluboltunum þeim Patronelli bræðrum engan séns og er staðan þar eftir dag 4 sem hér segir:
1.Tomas Maffie(Yamaha) 14:48:42
2.Alejandri Patronelli(Yamaha) +2m52s
3.Marcos Patronelli(Yamaha) +6m10s
4.Lucas Bonetto(Honda) +1klst5m4s
5.Ignacio Casale((Yamaha) +1klst52m56s
6.Laurent Duverney-Pret(Honda) +1klst54m30s
Dakarkveðja
Dóri Sveins