Dakar 2012 Dagur 5

Cyril Despres

Með 28 sérleiðasigri sínum á degi 5 jók Cyril Despres(KTM) forskot sitt á helsta keppinautinn Marc Coma(KTM) um 1mín og 41sek og eru þessir tveir miklu hraðari en aðrir keppendur og er gantast með það að keppnishaldarar halda varla í við þá.

Þetta hjólatvíeyki virðist hafa gríðarlega yfirburði eða kannski bara heppnari en aðrir. Slæm veðurskilyrði í gær neyddu skipuleggjendur til að stytta daginn og má reikna með að það hafi jafnvel skemmt aðeins fyrir Cyril til að auka forskot sitt þar sem sandöldunum nálægt bænum Fiambala var sleppt en þar er hann á sannkölluðum heimavelli.

En þrátt fyrir það þá jók hann forskot sitt eins og áður segir um 1mín og 41sek á Marc Coma(KTM) þrátt fyrir að leiðin væri bara 185km.

Frans Verhoeven(Sherco) sem hefur náð að halda sér þokkalega nálægt þeim félögum lenti í vandræðum með hjólið eftir einungis 50km, hann náði nú samt að klára leiðina en það má reikna með að hann sé dottin úr keppni um efstu 5 sætin eftir þessar tafir.

Eins og stendur er það Helder Rodrigues(Yamaha) sem nær að hanga aðeins í þeim en hann er samt sem áður 47mín og 56sek á eftir 1 sæti eftir 5 daga. það er mikill munur til að vinna upp en eins og sagt er „þetta er ekki búið fyrr en það er búið“

En það var gríðarleg barátta um næstu fimm sæti og munaði rétt um 2 mín á milli 3 og 7 sætis.

Ungi spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) stóð sig vel á þessum 5 degi með því að ná 3ja besta tíma á sérleiðinni en hin 29 ára slóvaki Stefan Svitko(KTM) var rétt á eftir honum, Stefan þessi hefur verið að sýna góða takta en hann endaði í 13 sæti 2010 en það var hans fyrsta Dakar rall, árið 2011 datt hann úr vegna vélarbilunar á áttunda degi en þá var hann í 7 sæti svo þetta er kappi sem þarf að hafa auga með. Eftir 5 daga er hann í 9 sæti 1klst, 7mín og 26sek á eftir 1 sæti.

Og hinir þrír sem börðumst í hálfgerðum sekunduslag voru þeir Jordi Viladoms(KTM), Pal Andres Ullevalsetter(KTM) og Ruben Faria(KTM)

Staðan eftir 5 dag í hjólaflokki er því sem hér segir:

1.Cyril Despres(KTM) 14klst,19mín0sek

2.Marc Coma(KTM) +9mín51sek

3.Helder Rodrigues(Yamaha) +47mín56sek

4.Francisco Lopes(Aprilia) +49mín

5.Paulo Goncalves(Husqvarna) +54mín47sek

6.Jordi Viladoms(KTM) +58mín17sek

En það er ekki minni barátta í fjórhjólaflokki en þar berjast reynsluboltarnir Patronelli bræður við ungan samlanda sinn Tomas Maffei en hann heldur samt forustu.

En svo dregur aldeilis á milli því nýliðinn Lucas Bonetto(Honda) því hann næstum einum og hálfum tíma á eftir 1 sæti.

Marcos Patronelli(Yamaha) sigraði sannfærandi 5 sérleið en þó það hafi ekki dugað honum í dag en það er nóg eftir, rallið rétt að verða hálfnað.

Marcos Patronelli

Staðan í fjórhjólaflokki eftir 5 sérleiðir er því sem hér segir

1.Tomas Maffei(Yamaha) 17klst51mín27sek

2.Alejandro Partonelli(Yamaha) +35sek

3.Marcos Patronelli(Yamaha) +2mín2sek

4.Lucas Bonetto(Honda) +1klst27mín37sek

5.Ignacio Casale(Yamaha) +2klst43mín16sek

6.Rodrigo Ramirez(Can-Am) +3klst28mín12sek.

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar