Dakar 2012 Dagur 7

Coma

Gærdagurinn var hálfgerður hvíldardagur þar sem sérleiðinni yfir Andersfjöllin var felld niður vegna slæmra skilyrða útaf snjó og mikillar rigninga svo dagur 6 var bara ferjuleiðar dagur, hugsanlega hefur það hjálpað einhverjum til að geta komið tækjum sínum í gott lag því sérleið dagsins í dag var 419km löng.

Marc Coma(KTM) sýndi klærnar í dag og sigraði sérleið dagsins rúmum 2 mínutum á undan helsta keppinaut sínum Cyril Despres(KTM).

Marc hefði þetta að segja eftir að hann kom ímark „það er almennt vitað að sérleiðin fyrir hvíldardaginn er alltaf erfið og dagurinn í dag var þar engin undantekning, mikill hiti og laus sandur. En þrátt fyrir það var hraðinn mikill og mér tókst að minnka bilið milli mín og Cyril um rúmar 2 mínutur þó þá sé alls ekki nóg.

Við þekkjum báðir taktíkina í svona röllum vel, einn daginn græði ég 2 mínutur, næsta dag nær hann 2 mínutum og það er erfitt að brjótast útúr svona ferli þar sem það er bara ein leið sem allir fara. En þrátt fyrir það þá er ég í 2 sæti og allt gengið vel fram að þessu svo það er ennþá góður möguleiki“.

Cyril sagði við komuna í mark „þessi dagur byrjaði mjög hraður en ég var ekki alveg í sama keppnisskapi og ég átti von á og Marc náði mér. Síðustu 120km í sandinum keyrðum við af hörku og það var verð ég að segja mjög gaman. Þetta var ekki eins og við værum í fríi en þetta var góð áminning um hvað það getur verið rosalega gaman að vera á mótorhjóli.

Núna erum við komnir á bækistöðina sem við verðum á morgun á hvíldardeginum. Þessi dagur er hugsaður svo keppendur geti hlaðið batteríin fyrir seinni vikuna, einnig til þess að yfirfara búnaðinn sinn, spjalla við liðið í ró og næði og ef allt fer vel þá næ ég kannski að lauma mér í smá síesta“.

Paulo Goncalves(Husqvarna) barðist af hörku í dag og kom þriðji í mark einungis 46sekundum á eftir Cyril og sagði hann þetta eftir daginn „þessi leið var mjög góð fyrir mig og ég er ánægður með þennan góða tíma sem ég náði, sérstaklega þar sem ég naut mín vel í sandöldunum þrátt fyrir lausa sandinn sem gerði þetta erfiðara. Þrátt fyrir góðan tíma þá á ég ekkert í þá félagar Marc og Cyril sem virðast ætla að stinga okkur af.

Nú ætla ég að nota hvíldardaginn vel til að undurbúa mig fyrir seinni vikuna og vonandi næ ég að halda þessum takti“.

Francisco Lopez(Aprilia) sem var í 4 sæti eftir gærdaginn kláraði í 22 sæti í dag og hefur dregist mikið afturúr og er eftir daginn í dag í 9 sæti yfir heildina. þegar hann kom í mark hafði hann þetta að segja „ég held að þetta Dakar sé að verða búið hjá mér, mér fannst fyrsti hlutinn vera nokkuð góður, ekkert of erfitt en samt nógu erfitt til þess að ég datt 2svar og fór ég svo að finna til í hnénu og eftir það fór sársaukin að aukast svo mikið að á köflum var ég ekki viss um að ég gæti klárað þennan dag. Til allra hamingju þá er hvíldardagur og ég ætla að ráðfæra mig við lækna á svæðinu og einnig hringja í minn. En ég reikna með að þetta sé búin núna, sársaukin er nánast óbærilegur núna“.

Staðan í mótorhjólaflokki eftir sjö daga er sem hér segir:

1.Cyril Despres(KTM) 18klst18mín38sek

2.Marc Coma(KTM) +7min48sek

3.Helder Rodrigues(Yamaha) +49min39sek

4.Paulo Goncalves(Husqvarna) +55min33sek

5.David Casteu((Yamaha) +1klst1min38sek

6.Jordi Viladoms(KTM) +1klst7min40sek

Patronelli

Í fjórhjólaflokki er það Alejandro Patronelli(Yamaha) sem virðist bera höfuð og herðar yfir aðra en hann kom í mark í dag 17mínutum og 10sek á undan næsta manni og er komin með rúmlega 58mín forskot yfir heildina.

Þegar hann kom í mark sagði hann þetta „þetta var mjög falleg og hröð leið í dag, það reyndi vel á rötun í dag, voru einir 200km sem reyndu vel á en það gekk vel, mjög áhugaverð leið. Ég kláraði leiðina meðal 30 efstu mótorhjólakappana, það er gott.

En satt best að segja þá er þessi sigur ekki það sem skiptir öllu því það er ennþá langt eftir en jú auðvitað skiptir það máli. Sjáðu bara hvað henti Marcos, hann tapaði meira en klukkustund, hann er þver, ég var búin að segja honum að bíða eftir mér“.

Marcos Patronelli(Yamaha) sagði við komuna í mark „þessi leið var hræðileg, ég gerði mistök þegar ég var komin um það bil 230km inná leiðina, tók ranga beygju og áttaði mig ekki á því fyrr en löngu seinna, ég var komin eina 30km og þetta kostaði mig mikin tíma. ég reyndi svo að stilla mig í hraða sem eftir lifði dags, hvað annað gat ég gert?“.

Hann kom í mark í dag í 11 sæti, næstum einum og hálfum tíma eftir bróðir sínum en nær samt að halda 3 sæti yfir heildina.

Tomas Maffei(Yamaha) sem leiddi naumlega eftir sex leiðir átti ekki heldur góðan dag, tapaði hann miklum tíma í dag en ekki liggur alveg fyrir hvað var að plaga hann en hann stoppaði ansi oft á leið dagsins og skilaði sér í 6 sæti inn í dag næstum klukkutíma á eftir fyrsta manni.

Hann heldur samt 2 sæti yfir heildina en það má hann þakka mistökum Marcos.

 

Staðan í fjórhjólaflokki eftir dag er því sem hér segir:

1.Alejandro Patronelli(Yamaha) 22klst18min18sek

2.Tomas Maffei(Yamaha) +58min53sek

3.Marcos Patronelli(Yamaha) +1klst21min35sek

4.Lucas Bonetto(Honda) +2klst23min18sek

5.Ignacio Casale(Yamaha) +2klst59min51sek

6.Rodrigo Ramirez(Can-Am) +4klst17min16sek

 

Með Dakarkveðju

Dóri Sveins

www.slodavinir.org

Skildu eftir svar