Dakar rallinu 2012 er nú lokið og stendur Cyril Despres(KTM) uppi sem sigurvegari, er þetta 4 Dakar sigur hans og líklega sá sem hann hefur þurft að hafa mest fyrir.
Til marks um það er hann ekki með nema 3 sérleiðasigra í ár en það sem telur er að halda sér alltaf sem næst toppnum og með jöfnum akstri hefst þetta.
En það var nú samt 43 ára norski frændi okkar hann Pal Anders Ullevalseter(KTM) sem sigrað síðustu sérleiðina í ár, kom hann rúmri mínutu á undan næsta manni sem var Marc Coma(KTM) en sigurvegari rallsins kom ekki fyrr en í 10 sæti, 3min51sek á eftir fyrsta manni.
Þessarar keppni verður líklega minnst lengi þar sem þeir félagar Despres og Coma börðust ansi hart alla leið og skiptust á að hafa forustu en Coma sigraði 5 sérleiðir í ár.
Eftir um 8300km keppni um vegi, slóða, eyðimerkursandöldur og ár munaði 53min og 20 sek á milli þeirra félaga. Þá munar einum titli milli þeirra en þeir höfðu báðir unnið Dakar 3svar fyrir þessa keppni.
Það má segja að þessir tveir hafi verið í sérflokki og báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur, ef refsing þeirra er frátalin rúmum klukkutíma á undan. Flestir af toppökumönnunum skiptu um vél í hjólunum sínum á hvíldardegi eða fyrsta degi eftir það og fengu 15mín refsing fyrir það, reyndar þurfti Coma að skipta aftur um vél vegna gírkassavandamál og fékk þá 45mín refsingu fyrir það og var því komin með 1 klukkustund svo vonir hans voru orðnar að engu til að sigra þetta árið og voru það að sjálfsögðu mikil vonbrigði eftir harða baráttu í næstum 2 vikur.
En það voru fleiri að keppa en þessir tveir, Helder Rodrigues(Yamaha) náði 3 sæti með jöfnum og góðum akstri, náði meira að segja 2 sérleiðarsigrum en hann er búin að setja sér markmið fyrir næsta Dakar, stunda harðar æfingar allt árið og stefnir á sigur að ári.
Eftir keppninga var talað við þá þrjá og sagði Despres þetta „ég reyni alltaf að veita smáatriðum gaum, ég undirbý mig vel hvort sem það er heimavið eða í vinnu og ef allt gengur upp þá stendur maður sem sigurvegari. Í dag sigraði ég og það er stórkostlegt! Þetta rall var án nokkurs vafa það erfiðasta hingað til.
þetta var erfitt líkamlega en meira erfitt andlega. Að rífa sig upp á hverjum morgni og vera tilbúin að berjast á dagleiðinni og vita að það eru fleiri dagar framundan tekur sinn toll. Þetta er ekki eins og 42km maraþon, í þessu þarftu að sanna þig dag eftir dag. Allir sigrar eru góðir en þessi var sá besti, sérstaklega þar sem hann vannst ekki fyrr en á lokametrunum. Ég hef tekið þátt í 85 – 90 röllum í gegnum tíðina en baráttan í þessu var sú erfiðasta, hún mun skilja far eftir sig. Það er aðeins einn Stéphane Peterhansel(hann er sá eini sem hefur unnið hjóla- og bílaflokkinn og sigraði hann líka núna) í heiminum, ég veit ekki hvort ég sé góður í að keppa á bílum, ég hef aldrei prófað það. En það sem ég veit er að hann hefur góðan aðstoðarökumann, Jean-Paul Cotteret eins og ég hef góðan aðstoðar félaga Ruben Faria
Marc Coma(KTM) sagði „ég kláraði í 2 sæti í mjög svo erfiðu ralli, ég gaf mig allan í þetta á hverjum degi. Ég óska Cyril innilega til hamingju með þetta, hann er meistarinn. Ég mun æfa stíft á þessu ári og reyna við titilinn á næsta ári. Við virðumst skiptast á svo það hlýtur að koma að mér þá“.
Helder Rodrigues(Yamaha) hafði þetta að segja eftir rallið „að klára Dakar rall er alltaf stórkostlegt og að klára á pallinum er ennþá betra. Á undan mér eru tveir frábærir hjólarar Marc og Cyril og þeir eru erfiðir viðfangs. Ég tapaði 20mín á leið 4 og svo aftur 20mín tveimur dögum seinna, þarna var ég orðin 40mín á eftir svo það var ansi brött leið framundan.
Að sigra Dakar rall krefst fullkomins undirbúnings allt árið og að vera sannfærður um að allt gangi upp í rallinu sjálfu. Ég mun reyna og finna leið til að verða eins góður og þeir, ég þarf að bæta mig pínu lítið á öllum sviðum, kannski mest fjárhagslega til þess að geta byggt upp kerfið hjá mér“.
Lokastaðan í Dakar 2012 er því sem hér segir:
1.Cyril Despres(KTM)
2.Marc Coma(KTM)
3.Helder Rodrigues(Yamaha)
4.Jordi Viladoms(KTM)
5.Stefan Svitko(KTM)
6.Pal Anders Ullevalseter(KTM)
Svona rétt til að minna á sig þá sigraði Tomas Maffei(Yamaha) síðustu sérleiðina í dag en endaði samt í 3 sæti yfir heildina enda meira en 2 klukkutímum á eftir fyrsta manni.
Alejandro Patronelli(Yamaha) sýndi að hann er í fantaformi og þó hann hafi ekki unnið nema 3 sérleiðir í ár þá var hann alltaf í toppsætunum og dugði það honum vel, sagði hann þetta eftir rallið „þessi síðasta leið var frábær, ég trúi varla að rallið sé búið. Það var erfitt á köflum en það rættist vel úr því. Þetta er minn annar Dakar sigur, það er erfitt að vinna svona tvisvar í röð. Síðasta ár þjáðist ég illa í hendi en þetta árið gekk allt upp, það komu engin vandamál upp og ég þakka guði fyrir það. Ég vill einnig þakka öllum sem studdu mig í þessu“.
Lokastaða í fjórhjólaflokki er sem hér segir:
1.Alejandro Patronelli(Yamaha)
2.Marcos Patronelli(Yamaha)
3.Tomas Maffei(Yamaha)
4.Ignacio Casale(Yamaha)
5.Sergio La Fuente(Yamaha)
6.Roberto Tonetti(Yamaha)
Með Dakar kveðju
Dóri Sveins