Nú styttist óðum í það að keppnis tímabil MSÍ hefjist að fullu og er fyrsta keppni ársins fyrirhuguð laugardaginn 28 janúar og þar með verður tímabilið formlega hafið. Skv. dagskrá MSÍ að þá á að halda þetta mót á suðvesturhorninu og lítur út fyrir að mótið muni fara fram á Hafravatni sem samvinnu verkefni MotoMos og VÍK, svo framarlega sem öll tilskilin leyfi fáist til keppnishalds. Veðurhorfur næstu daga er góð fyrir áhugamenn um íscross og er spáð langvarandi frosti til 27 janúar. VÍK, MotoMos og MSÍ vonar að sem flestir skrái sig til keppni og sýni þar með í verki þann mikla áhuga sem kviknað í byrjun vetrar þegar vötnin lögðu fyrst og hópur fólks lagði leið sína á ísinn til að hjóla sér til skemmtunar. Opnað verður fyrir skráningu á föstudaginn á vef MSÍ en það þarf vart að taka fram að öll hjól þurfa að vera með tilheyrandi ádrepara og vera tryggð til að geta tekið þátt í keppnum á vegum félaga í MSÍ. Nánari upplýsingar um dagskrá verður birt síðar þegar nær dregur keppni en allar líkur eru til þess að keppt verði með sama fyrirkomulagi og í fyrra sem reyndist ágætlega. Aðstæður á Hafravatni eru ágætar og mun bara fara batnandi á komandi dögum með auknu frosti. En gert er ráð fyrir allt að -9 stiga frosti á fimmtudaginn í næstu viku.