Skráning hafin í íscrosskeppnina sem fer fram á laugardaginn á vef MSÍ

MSÍ hefur opnað fyrir skráningu í fyrsta íscrossmótið til Íslandsmeista sem fer fram laugardaginn 28 janúar.  Árétta skal til keppenda að hjól þurfa að vera með ádrepara í lagi og öll hjól þurfa að vera tryggð.  Góður hópur manna var að hjóla á ísnum á Leirtjörn um helgina og er það vonandi til marks um góða mætingu um helgina þar sem keppnin fer fram á suðvesturhorninu.  Nú þegar hafa systkinin Signý og Jonni skráð sig til leiks.  Eins og staðan er í dag að þá mun keppnin að öllum líkindum fara fram á austanverðu Hafravatni en miðað við lýsingar formanns MSÍ að þá var ísinn þar í góðu standi og gafst borvél formannsins upp þegar hún var komin í rúma 15 cm og enn bólaði ekkert á vatni.  Ef einhver á tönn sem hann/hún er tilbúin að lána okkur framan á fjórhjól til að ýta braut, að þá væri það vel þegið.  Hægt er að hafa samband við Kalla í netfanginu kg@ktm.is eða Sverrir í netfanginu sverrir@motosport.is.

2 hugrenningar um “Skráning hafin í íscrosskeppnina sem fer fram á laugardaginn á vef MSÍ”

  1. 1.2.1. Vetrardekkjaflokkur: Verksmiðjuframleidd dekk með að hámarki 350 nöglum hvert. Heimilt er að nota „heimatilbúin dekk“ með sambærilegum nöglum (stálnagli með karbítenda) en þeir skulu þó vera til sölu til almennings. Nagli skal ekki standa út úr
    dekki meira en 7-8mm.
    1.2.3. Opinn flokkur: Frjálst val á dekkjabúnaði. Hámarkslengd gadda er 15mm. Hámarksfjöldi er 400 í framdekki og 600 í afturdekki.
    Það er ekki keppt í B-flokki í ís-crossi.

Skildu eftir svar