Supercrossið að skella á

Þeir líklegustu á blaðamannafundi í gær

Það má heyra saumnál detta. Allir í Los Angeles halda í sér andanum. Hliðið dettur í kvöld!

Spennan hefur verið að byggjast upp síðustu mánuðina og í kvöld sjáum við hver þolir pressuna best (og hver keyrir hraðast). Nokkrir verða að teljast líklegastir til að hirða dolluna í vor. Núverandi meistari Ryan Villopoto verður ekki auðveldur andstæðingur í vetur né heldur nokkrir fyrrverandi meistarar eins og: James Stewart, Chad Reed og Ryan Dungey. Nokkrir eru einnig viljugir til að stríða meisturunum eins og Tray Canard og Jake Weimer. Canard mun þó ekki keppa í fyrstu keppninni þar sem hann er að jafna sig eftir nokkra daga gamalt viðbeinsbrot.

Vitað eru að margir Íslendingar verða á Anaheim leikvanginum í kvöld og verður eflaust mikið stuð.

Hér eru nokkur video
Preview þáttur sem sýndur var á CBS stöðinni í síðustu viku

Viðtal við James Stewart

Viðtal við Chad Reed

Viðtal við Villopoto „hér“

Brautin

Skildu eftir svar