Félagsgjöld fyrir árið 2012 ættu að birtast meðlimum MotoMos í heimabanka þeirra. Gjaldið er 5.000 kr. fyrir einstakling og fjölskyldugjald er 8.000 kr. Þar sem ekki er hægt að stofna nema eitt gjald í bankanum að þá þurfa þeir sem ætla að greiða fjölskyldgjald að hafa samband við Bryndísi í netfanginu motomos@internet.is og hún mun gefa upp upplýsingar um á hvaða reikning hægt er að leggja og þá senda kort um hæl á félagsmenn. Nokkur hugur er í stjórn félagsins í ár og gerum við ráð fyrir að halda fyrstu bikarkeppnina í brautinni fljótlega þegar snjóa leysir og brautin verður klár. Verður hún með óhefðbundnu sniði og boðið verður upp á nýjungar sem nánar verður auglýst.
Að lokum viljum við benda mönnum á að brautin er LOKUÐ vegna frosts í jörðu en okkur þykir ástæða að brýna það fyrir mönnum því einhverjar hafa nýlega haft fyrir því að fara í brautina í því ástandi sem hún er í dag og má sjá djúpa skurði eftir viðkomandi. Fólk verður að sýna tíðarfarinu ákveðna þolinmæði og það er engum greiði gerður að æða af stað of snemma því allt viðhald verður margfalt dýrara og rakaskemmdirnar mun verri, sérstaklega ef það frystir aftur. Þannig við biðjum ykkur að virða þær aðstæður sem eru og EKKI fara í brautina. Við munum opna hana um leið og hægt verður, en fylgst er með brautinni til að kanna hvort og hvenær hægt verði að opna hana.