
Alls eru 42 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi sem fer fram á Akureyri á laugardaginn, nánar tiltekið á Leirutjörn. Keppnin er haldin í samvinnu við Vetraríþróttahátíðina Éljagang sem fer fram í bænum og nágrenni um helgina.
Spáð er góðu veðri svo Norðlendingar og ferðamenn hafa enga ástæðu til að missa af þessu.
Smellið á dagskrána fyrir stærri mynd.
Þeir sem ætla að leigja sendi er bent á að hafa samband við Nítró fyrir lokun á föstudag. Verð 5.000,- kr.