Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Mynd: Kristján Skjóldal
Jón Kr. Jacobsen, Gunnlaugur Karlsson og Jón Ásgeir Þorláksson

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær.  Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Vetrardekkjaflokkur

  1. Kári Jónsson 75 stig
  2. Guðbjartur Magnússon 64 stig
  3. Bjarki Sigurðsson 60 stig

Kvennaflokkur:

  1. Andrea Dögg Kjartansdóttir 75 stig
  2. Signý Stefánsdóttir 64 stig
  3. Bryndís Einarsdóttir 60 stig

Unglingaflokkur

  1. Victor Ingvi Jacobsen 75 stig
  2. Bjarni Hauksson 64 stig
  3. Einar Sigurðsson 62 stig

Opinn flokkur

  1. Jón Kristján Jacobsen 69 stig
  2. Jón Ásgeir Þorláksson 67 stig
  3. Gunnlaugur Karlsson 65 stig

Nánari úrslit eru hér

Myndir frá keppninni eru hér

Skildu eftir svar