Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær. Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.
Úrslitin voru annars eftirfarandi:
Vetrardekkjaflokkur
- Kári Jónsson 75 stig
- Guðbjartur Magnússon 64 stig
- Bjarki Sigurðsson 60 stig
Kvennaflokkur:
- Andrea Dögg Kjartansdóttir 75 stig
- Signý Stefánsdóttir 64 stig
- Bryndís Einarsdóttir 60 stig
Unglingaflokkur
- Victor Ingvi Jacobsen 75 stig
- Bjarni Hauksson 64 stig
- Einar Sigurðsson 62 stig
Opinn flokkur
- Jón Kristján Jacobsen 69 stig
- Jón Ásgeir Þorláksson 67 stig
- Gunnlaugur Karlsson 65 stig
Nánari úrslit eru hér
Myndir frá keppninni eru hér