Skráning í Klaustur 2012

Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.

Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.

Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012

22 hugrenningar um “Skráning í Klaustur 2012”

  1. Hvað á maður að borga aftur doldið skrítið,maður ætti kanski bara að fara að halda svona keppnir taka smá pening og aflísa svo bara.

  2. Ég verð nú bara að tjá mig aðeins um þetta mál og það hvernig stjórnin ætlar að leysa úr þessu blessaða klausturs máli. Í fyrsta lagi þá kostaði það mig 20.000.- í fyrra að skrá mig í keppnina + alllan þann kostað sem fór í að fara og gera sig kláran vegna þess að keppninni var aflýst á innan við sólahring frá starti, og svo var lofað því að keppnisgjaldið myndi ganga uppí keppnisgjaldið þetta árið. Keppnisgjaldinu núna er svo búið að stilla upp í 13.000.- krónum, en það á að láta það sem greitt var í fyrra fara í kostnaðinn við undirbúning í fyrra og rukka mig svo um 10.000.- aukalega til a fá að vera með í ár.

    Mér finnst ekkert mál að borga þessar 10.000.- krónur til að fá að vera með í ár en að stilla þessu svona upp er einn mesti dónaskapur sem ég hef orðið vitni af !

    ég geri mér alveg grein fyrir því það kostar að halda keppnina en sá kostnaður á ekki að lenda allur á þeim keppendum sem að töpuðu mjög miklum peningum á því sem að gerðist í fyrra. Ég semsagt borga 30.000.- í heildina en sá sem kemur nýr inn borgar einungis 13.000.- krónur – og það fyrir nákvæmlega sömu keppni!

    að mínu mati væri eðlilegra að hækka keppnisgjaldið í 30.000.- krónur og láta þessar 20.000.- krónur ganga uppí keppnisgjaldið í ár, eins og var lofað, þá getum við greitt okkar 10.000.- krónur aukalega á sanngjörnum nótum ef að við viljum taka þátt í keppninni og þeir sem að ekki vilja vera með geta fengið sinn 20.000.- kall endurgreiddan og þeir sem voru ekki skráðir í fyrra geta greitt 30.000.- núna til að vera með.

    rétt skal vera rétt og þetta er bara ekki rétt eins og það er uppsett núna ! sýnið sanngirni og kurteisi. Það er búið að drulla uppá bak einu sinni með því að aflýsa nokkrum tímum fyrir start, stillið þessu upp þannig að allir greiði jafnt og biðjist afsökunar !

  3. keppnis gjaldið í fyrra var 20þús fyrir liðið, en ekki á manninn eins og mig minnti, en hugmyndin er sú sama, þá ætti að rukka td. 20.000.- í keppnisgjald og þessi 10þús sem maður var búinn að greiða ætti að ganga uppi gjaldið og nýjir keppendur greiða 20þús.

    bottom line : allir borga það sama !

  4. Ekki gaman að drulla yfir þá sem gefa kost á sér í stjórnarstörf en þetta er full langt gengið. Fyrir utan skráningargjöldin þá lögðu menn útí mikinn kostnað sem fór fyrir lítið vegna þess hve keppninni var aflýst með stuttum fyrirvara, hefðu menn verið raunsæir og notað sömu rök og notuð voru þegar seinni dagsetningunni var aflýst hefði verið hægt að aflýsa nokkrum dögum fyrr, og já BOTTOM line allir að borga sama, ef það þarf að vinna upp mikið tap frá því í fyrra þá er eðlilegt að hækka mótsgjaldið og ALLIR AÐ BORGA ÞAÐ SAMA og standa við þau orð sem stjórnin gaf út að keppnisgjaldið gengi upp í keppnisgjaldið í ár. EKKI AÐ TAKA 10.000 KR GREIÐSLU SEM 3.000 KR INNBORGUN. COME ON, BE FAIR GUY’S

  5. Hvet stjórn VÍK til að koma með skýran rökstuðning fyrir þessari ákvörðun til félagsmanna áður en allt verður vitlaust á helstu spjallsíðum okkar, það hlýtur að vera gild ástæða bak við þessa ákvörðun þó svo ég sé ekki að skilja þessa lausn.

    Mín lausn er:
    2012 NÝ KEPPNI, NÝ SKRÁNING 5.000 KEPPNISGJALD.

    Kveðja Pétur#35

  6. Já svo ef maður borgar núna 10000 kr og allt fer svo í elgos eða eh slíkt er þá eh sem segir að maður tapi þeim pening líka.Maður er eiginlega orðinn svolítið þreittur á þessum fíflaskap,þetta er ekki svona þegar tónleikum er aflíst þá fá allir endurgreitt

  7. Þetta er að mér finnst mjög furðuleg umræða.
    Stjórn VÍK á sem sagt ekki bara að eyða öllum sínum frítíma að sjá um skemmtanahald fyrir meðlimi VÍK helst á kostnað stjórnarinnar, heldur ber stjórn VÍK núna ábyrgð á veðri , vindum og eldgosum.
    Þetta eldgos er svokallað Force Majeure fyrir VÍK og mér finnst í raun að VÍK eigi að rukka fullt verð fyrir þáttöku. Það kom stjórninni á engan hátt við að þetta eldgos varð né geta þeir borið ábyrgð á því að keppnin var lög af vegna þessa. Kostnaður VÍK og ábúenda var alveg jafn mikill hvort sem keppnin var haldin eða ekki. Ef menn vilja kaup sér Force Majeure tryggingu er þeim velkokmið að gera það.
    Ef VÍK á að endurgreiða eða gefa afslátt af miðaverðinu mætti með sömu rökum krefja VÍK um endugreiðslu á hótelherbergjum sem ekki voru borguð, kostnaði aðfanga hjá veitingamönnum, og lagerkostnað hjá Samkaup strax. Og þær upphæðir hlupu á tugum milljóna. Það töpuðu ALLIR að keppnin var ekki haldin í fyrra. Þetta er félagið okkar og ef við viljum krefjast þess að setja það á hausinn út af eldgosi þá munu fáir græða.
    Mín skoðun, takk fyrir afsláttinn og hættið að láta VÍK bera ábyrgð á því sem þeir hafa enga stjórn á.
    Tek það fram að ég er ekki í stjórn VÍK né sérstakur stuðningaðili stjórnarinnar, en þessi umræða er fyrir neðan allar hellur.

  8. Sammála síðasta ræðumanni. Það er ekki hægt að gera stjórnina ábyrga fyrir náttúruhamförum. Væntanlega hafa allir þeir sem ætluðu að keppa verið komnir með töluverðan útlagðan kostnað umfram keppnisgjöld en við því er bara nákvæmlega ekkert að gera.
    Líklega eru flestir sammála því að Klausturkeppnin sé nauðsynlegur partur af keppnisflórunni. Þess vegna held ég að menn ættu að anda rólega, snúa bökum saman og hjálpast við að gera Klaustur 2012 að bestu keppninni hingað til. Ef umræðan heldur áfram á þessu neikvæða plani er hætt við að ekki fáist sjálfboðaliðar í framhaldinu í það mjög svo vanþakkláta starf sem keppnishald greinilega er.
    Með hjólakveðju, Jósef.

  9. Ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa þarna á þessu ári og er ekkert á móti því að greiða fyrir það og geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta kostar, EN það er hægt að gera þetta á sanngjarnan hátt og það er hægt að gera þetta á ósanngjarnan hátt ( eins og Vík er að gera núna að mínu mati )

    ef að þetta eru 400 manns sem að geta keppt og það var búið að selja 400 miða í fyrra þá geta menn bara áætlað hvað þessi keppni mun kosta og ef það er 4mill þá þarf keppnisgjaldið að vera 20þús á mann, ef það er 3mill þá þarf það að vera 17.500.-á mann o.s.frv….

    en það þarf að vera á þeim forsendum sem lofað var í fyrra! ( að keppnisgjaldið gangi uppí gjaldið í ár )

    ef ég ætla t.d að hætta við keppnina í ár, og selja mitt pláss áfram, þá þarf ég að greiða 10þús til að skráningin mín sé gild og get svo selt hana á 13þús, en ef þetta er sett upp á eðlilegum nótum þá getur fólk allavega áhveðið það sjálft hvort að það vill keppa eða ekki og miðinn er eins mikils virði og það var greitt fyrir hann.

    menn hljóta nú að sjá það að þetta getur ekki gengið upp eins og þetta er sett upp núna.

  10. Ég tel að við sem borguðum í fyrra ættum að borga 3000 fyrir keppnina í ár. Þar sem Vík kom þessu á framfæri í fyrra:

    Stjórn VÍK stefnir að því að Off-Road Challenge keppnin verði haldin þ. 27. maí 2012. Upprunalegi keppendalistinn frá 2011 mun gilda – keppnisgjald greitt fyrir 2011 gengur upp í keppnisgjald að ári.Stjórn VÍK þakkar kærlega fyrir alla veitta aðstoð og jákvæða aðkomu vegna keppninnar sem þó aldrei varð. Megi sumarið verða gott hjólasumar fyrir okkur öll.

    Stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins
    Skrifað af Stjórn VÍK, 16. júní, 2011 13:45

  11. halli000 tek undir þetta.

    Geri mér grein fyrir að mótshald og annað kringum Klaustur kostar bæði mikla peninga og tíma en þetta er ekki að ganga upp.

    Þeir sem voru skráðir til leiks 2011 og verða með 2012

    2011 & 2012 = 20.000 kr (2011= 10.000 kr 2012=10.000 kr)
    2012 = 13.000 kr

    Ætti dæmið ekki að líta svona út

    2011 & 2012 = 3000 kr
    2012 = 13.000 kr

    Mar verður bara að spyrja sig hvað næst ?

  12. Ég er ekki að vera með leiðindi ætla taka það strax fram.
    En ég væri vel til í að vita hvenrig kostnaður við keppni þar sem allt var tilbúið í fyrra geti hækkað.

    Akkuru er líka ekki bara endurgreitt þeim sem borguðu í fyrra og allir borga 16-18Þ fyrir keppnina sem er á þessu ári og allir eru jafnir.

    Frekar asnalegt að einn sem ætlaði að keppa í fyrra sé að borga 23Þ fyrir keppnina núna meðan gæinn hliðinná honum sé að borga 13Þ þetta flokkast sem mjög ósangarnt.

    Ég ætla allavega ekki að taka þátt í sona óréttlæti.

  13. Nu verd eg ad henda a ykkur einni sp

    Hvad aetlidi ad gera fyrir tha sem med engu moti komast i keppnina i ar en eiga skraningu fra thvi i fyrra ?

    Borgadi i fyrra fyrir 3 manna lid og nuna bua allir erlendis.

    Kv

  14. Smá athugasemd við þessa umræðu, það hafa margir tjáð sig og sýnt framá allskonar merkilega útreikninga sem flestir eiga það sameiginlegt að heildarkeppnisgjöld fyrir klaustur 2012 eigi að vera lægri (þ.e. að keppnin mun ekki standa undir sér) eða að þeir sem EKKI komust að í fyrra eigi að borga meira núna svo aðrir geti fengið sitt niðurgreitt…. sem er á engan hátt sanngjarnt.

    Ég sé þetta þannig að þeir sem lentu í þessu tjóni í fyrra fái ca. 23% afslátt núna sem er frábært fyrir þá .. aðrir borga fullt verð. Get ekki séð að hægt sé að gera þetta mikið öðruvísi né sanngjarnar án þess að stefna fjárhag félagsins í hættu.
    …þeir sem stunda þetta sport vita að stundum lendir maður í tjóni sem ekki var gert ráð fyrir, ónýtt dekk, brotin handföng, beygluð gjörð.. .. eldgos. Þessi 10.þús kall er varla það versta.

  15. ég sé ekki hvernig er hægt að gera þetta þannig að allir verða sáttir, menn verða bara að láta sig hafa þetta og hafa svo bara gaman af þessu. nokkuð viss um að menn hafa einhverntiman ætlað að fá sér 2-3 öl hafa svo vaknað 20þús kallinum fátækari daginn eftir og hugsað með sér “ djöfull var gaman í gær“

  16. Svona til að setja þessa verðumræðu í samhengi þá eru hérna tölur frá Bretlandi þar sem ég er flóttamaður þessa dagana:

    Ársgjald í klúbb (svipað og VÍK): 30 pund (ca. kr. 6000)
    Ársgjald í keppnissamband (sbr MSI): 15 pund (kr. 3000)
    Gjald per keppni (sbr. Ísl.mótið): 40 pund (kr. 8000)
    Gjald fyrir sérstakar keppnir, svo sem beach races (svipað og Klaustur): Breytilegt en frá 50 til 150 pund
    Gjald fyrir að mega æfi sig á braut, hvort heldur MX eða Enduro (svipað og mæta í Bolölduna): 25 pund skiptið (kr. 5000)

    Þannig að heilt yfir litið þá kemur Ísland ekki illa út úr þessum samanburði. Ég er viss um að Bretunum þætti keppnisgjaldið á Klaustri ekki hátt m.v. brautina og keppnina sem slíka sem er auðvitað ógelymanleg í hvert skipti.

  17. Auðvitað eru menn að kvarta yfir kostnaði og fleirra allt orðið svo dýrt en hjarta umræðunnar er hvernig er staðið að þessum málum hvað er sagt og hvað er gert án rökstuðnings. Auðvitað er ósk okkar allra að Klaustur 2012 heppnist vel og allir fari sáttir heim því miður var það ekki þannig 2009 2010 2011.

    Kveðja Pétur #35

  18. Það væri gott að fá bara miða í Bolölduna uppí gjaldið í fyrra en vonandi skemmta menn sér vel (bæði fyrir 20.000 og hinir fyri 13.000) veit ekki hvort maður láti þetta viðgangast.

Skildu eftir svar