Vélhjólaíþróttaklúbburinn verður 34 ára á þessu ári. Í gegnum árin hafa margir lagt hönd á plóginn við uppbygginguna. Ekki bara þeir sem setið hafa í stjórn til hvers tíma, heldur ekki síður fjöldi annarra hjálparkokka, sem hafa verið tilbúnir að stökkva til þegar t.d. þarf að halda keppnir. Heldur færri mæta svo sem, þegar taka á til á klúbbsvæðinu, en sem betur fer þá hefur verið hægt að treysta á ákveðna aðila sem á óeigingjarnan hátt leggja bæði tíma og jafnvel eigið fé til uppbyggingar á félagsstarfinu. Við sjáum öll merki þessa í Bolaöldu, þar sem sprottið hefur upp hreint mögnuð aðstaða á bara fimm árum.
Næst á dagskrá hjá VÍK er hin árlega Klausturskeppni. Það er engin venjuleg keppni og margir hlakka til þess að geta brunað um á ný-preppuðu hjólinu sínu um þessa frábæru braut, sem þar er í boði. Vel heppnuð keppni og upplífgandi undirbúningsvinna í góðum hópi er einmitt það sem fær fólk til að mæta og leggja sitt að mörkum til félagsstarfsins. Enginn fer fram á borgun því í huga flestra er um sjálfsagt framlag til eigin skemmtunar að ræða. Allir gera sér grein fyrir þessu. Áhugamannafélag eins og VÍK byggir sinn framgang fyrst og fremst á vinnuframlagi félagsmanna og áhuga þeirra fyrir að búa til sína eigin skemmtun. Allir átta sig á því.
Eða hvað? Eru kannski ekki allir með þetta á hreinu?
Það er reyndar að sjá á umræðunni undanfarið, um Klausturskeppnina, að ekki séu allir með þetta á hreinu. Það er eins og að sumir haldi að VÍK sé einhvers konar gróðafyrirtæki sem hafi það að markmið að safna fé til einhverra óskilgreindra málefna – jafnvel til framdráttar fyrir stjórnarmeðlimi. Það hafa jafnvel sést skrif á þá leið að stjórn VÍK megi bara þakka fyrir að einhver nenni að mæta í þessar keppnir „þeirra“ – „hvar væru þeir ef enginn myndi mæta“ sást skrifað í einni athugasemdinni. Þegar maður les svona ummæli þá íhugar maður svo sem út í hvað þetta er komið! Sem betur fer láta menn ekki stöku vanþroskuð ummæli ræna sig ánægjunni við sjálboðastarfið og halda ótrauðir áfram. Heldur versnar í því, þegar menn hringja snemma morguns í stjórnarmeðlimi og úthúða þeim yfir morgunmatnum og hóta lögsókn vegna tapaðs keppnisgjalds (Klaustur 2011).
Steininn tekur svo alveg úr þegar áhugamannafélagið fær til sín innheimtubréf frá atvinnulögfræðingi, þar sem allt er lagt í sölurnar til þess að fá endurgreitt sem svarar kannski hálfum tanki af bensíni, plús andvirði rúmlega bensíntanks vegna lögfræðikostnaðar!
Nákvæmlega þarna, er hlutfall leiðinda og skemmtunar orðið of skakkt. Það er við slíkar aðstæður sem hugmyndir vakna hjá manni um að steinhætta í þessu „starfi“! Það er alveg með ólíkindum að þurfa að taka þátt í svona vitleysisgangi, og ekki óeðlilegt þó menn staldri aðeins við og íhuga tilganginn með allri sjálfboðavinnunni. Ef spörkin verða nógu mörg og þung, þá fer nú flesta að svíða.
Mikinn kostnað var þegar búið leggja í Klausturskeppnina þegar eldgos skall á, viku fyrir start, og hreinlega engin leið að VÍK hafi burði til þess að standa undir allsherjar endurgreiðslu keppnisgjalda. Það hefði bara í för með sér vonlausa fjárhagslega stöðu fyrir VÍK, með þeim afleiðingum að engin Klausturskeppni yrði í ár og öll áframhaldandi uppbygging og öll önnur starfsemi félagsins myndi dragast saman. Það væri reyndar undir hælinn lagt hvort félagið myndi yfirhöfuð lifa slíkt af – þeim fer nefnilega hratt fækkandi sem eru til í að leggja á sig ómældan tíma í sjálfboðavinnu og kostnað úr eigin vasa fyrir svona leiðindi. Hér er einfaldlega um nauðvörn að ræða.
Hér meðfylgjandi er umrætt innheimtubréf sem félaginu barst frá ónefndum aðila, sem augljóslega gefur lítið fyrir framgang íþróttarinnar svo meira sé nú ekki sagt. Til áréttingar bendir lögmaðurinn á að 14. apríl 2010 hófst gos á Fimmvörðuhálsi. Sem er rétt, en það er reyndar ekki einum og hálfum mánuði fyrir Klausturskeppnina 2011, heldur þrettán og hálfum mánuði fyrr! Það gos hafði engin áhrif á keppnina, hvorki 2010 eða 2011. Keppninni árið 2011 var hins vegar frestað vegna eldgoss í Vatnajökli, sem hófst 21. maí 2011 – en keppnin átti að fara fram 28. maí – viku síðar. Nöfn lögmannsins og umbjóðanda hans eru ekki birt.
Einnig er hér meðfylgjandi yfirlit yfir þann kostnað sem stofnað var til vegna Klausturs 2011. Það fær vonandi fólk til þess að endurskoða afstöðu sína gagnvart ákvörðunar stjórnar VÍK í þessu máli. Hér er ekki verið að gera neitt sem ekki þekkist við svipaðar aðstæður. Hvað máttu menn segja þegar Dakar-keppnin var blásin af klukkustund fyrir ræsingu fyrir þremur árum. Þá voru nú menn búnir að leggja út í aðeins meiri kostnað en sem nemur hálfum tanki af eldsneyti!
Kannski væri bara einfaldast að setja keppnina í einkafyrirtæki og láta keppnisgjaldið endurspegla alla vinnu og kostnað – þ.e. borga öllum sem vinna að henni lágt tímakaup. Áætlaður samanlagður tími allra í undirbúning keppninnar er í kringum 3000 klukkustundir! Ef við gerðum ráð fyrir verkamannakaupi – ca. 1500 kalli á tímann, þá þyrfti keppnisgjaldið að vera ca. 25-30 þúsund á mann. Er þá ekki 10/13 þúsund kr. keppnisgjald bara ansi góður díll?
Það er von stjórnar að þessi litla hugvekja verði til þess að skapa smá vinnufrið svo hægt sé að nota dýrmætan tíma til undirbúnings Klausturs 2012, í stað einhvers niðurdrepandi argaþrass. Ef þetta heldur svona áfram þá verður engin stjórn, keppnisstjórn eða nokkur kjaftur sem býður sig fram til að gefa vinnuna sína og frítímann.
Stjórn sendir kærar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt þessu máli skilning og vonast eftir því að sjá sem flesta í góðum Klausturs-fíling þ. 27. maí n.k.
Munið að Forskráningu líkur um helgina
birtið nafn á keppanda og lögfræðing þannig að nenn sjái hver sé á bakvið þetta ofbeldi. Kv. Jóhann
Það eru engin takmörk fyrir því hve lágt menn geta lagst.
Ég er til í að leggja einhverja þúsundkalla í púkk til að VÍK geti greitt þessa fáránlegu kröfu og losnað þannig við þessa ofbeldismenn.
Ég set það sem skilyrði fyrir framlagi mínu að hér á vefnum verði birt mynd af því þar sem þessir menn taka við peningunum ,í eigin persónu , úr hendi gjaldkera og formanni VÍK.
Síðan legg ég til að menn fjölmenni á Klaustur 2012 og eigi þar frábæra helgi í góðum félagskap.
HaHaHa hvaða fáviti er þetta sem er að reyna að skemma sportið okkar!!!?
Hlusta ekki á svona kjaftæði er sammála síðasta pósti
er til i að borga einhverja þúsundkalla til að vik geti greitt þessa kröfu og fá að vita í leiðinni hver þessi vitleysingur er og taka í hann!!
Skammastu þín!!!!!!
Fólk er fífl, sannast algerlega hér.
Það oft grunnt sem fólk sér en að halda að þetta sé léttvægt að vippa upp svona móti og hvað þá að það sé afgangur í þokkabót.
Þetta hefur verið hrikalegur viðburður í öll þessi ár og á grín gjaldi hingað til. Svona á bara að kosta meira miðað við caliber á svona móti.
Þetta er algerlega skammarlegt…
Það er svolítið sorglegt að sjá þetta, eru menn ekki að átta sig á því að þessir strákar Keli og co eru að leggja ómælda vinnu á sig fyrir okkur hina ?
Það er gríðalega auðvelt að setja útá aðra.
Held að við ættum að vera duglegri við að hvetja og þakka fyrir það sem þessir kappar eru að gera fyrir okkur.
Sjáumst hress á Klaustri 🙂
kveðja
Haukur #10
djöfulsins hálfviti á ekki orð yfir þetta.
Til dæmis þá borga tryggingafélög ekki bætur vegna náttúruhamfara. Hvað segja menn þegar hús uppá 30 kúlur eyðileggst í eldgosi og ekki króna í bætur. Við erum í þessu tilfelli að tala um 10þ kall sem drepur engann. Ef að menn hafa ekki efni á því þá er þetta sport ekki fyrir þá! Tala nú ekki um félag með litla innkomu sem er að reyna að halda uppi brautum fyrir þetta sport sem fær enga styrki frá ríkissjóð. Ef að VÍK væri ekki til, í hvað brautum væru menn þá að hjóla á höfuðborgarsvæðinu án þess að þurfa að eyða 10þ í bensín fyrir einn hjóladag?
Sorglegt að leggjast svona lágt þar sem áhugamannasamtök einga í hlut þótt svo menn séu ósáttir við hvernig staðið var að hlutunum
Ef það er farið í lögfræðing á annað borð þá býst maður við að lögfræðingur geti allavega verið með stafsetninguna á hreinu þegar það á að senda svona bréf, og ennþá heimskulegra að heimildirnar í sambandi við eldgosið séu líka vitlausar! Það nær engri átt hversu kjánalegt þetta er..
Hvernig er það verða menn bara að hafa eina ríkisskoðun á þessu máli öllu og ef þeir hafa hana ekki er ykkar heitasta ósk að taka þann aðila af lífi. hvað fynst ykkur um þessi orð t.d vík er fífl, sorglegt að vík leggist svona lágt að ræna félagsmenn sína. svo er það með kostnað og sjálfboðavinnu jú nokkrir eðal borgandi félagsmenn standa í henni og eiga ekkert nema hrós skilið fyrir, en það sem ég skil ekki er það sem er skilgreint ofl,ferðir ofl,annað ofl í kostaðar skjali hér fyrir ofan kosnaður á þriðju miljón hvert fer þessi aur hver tekur við honum það getur ekki kallast sjálfboðavinna.
Kv.Óskar
Forskráning verður opin í tvær vikur og líkur á miðnætti Sunnudaginn 25. mars n.k. Þau sæti sem þá standa eftir verða sett í “Fyrstur kemur – Fyrstur fær” skráningu nokkru síðar.
Hvenær hefst skráning fyrir þá sem ekki eru forskráðir ???
thecrfmen sammála,
Skil ekki af hverju VÍK er að birta þetta bréf ?
2011 er það ekki gleymt og grafið og best að vinna úr þeim málum sem upp koma innan VÍK en vera ekki að setja þetta á netið.
Ekki beint upphefjandi fyrir VÍK að mínu mati.
ps finnst það þyrfti síðan að ritskoða þær greinar mun betur sem fara hér inn.
VÍK